fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Eyjan

Segir Guðmund Andra ekki ganga í takt: „Held að almennt séu þingmenn flokksins fylgjandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núverandi ríkisstjórn okkar Íslendinga hefur verið að treysta böndin við þetta herveldi, jafnvel búa í haginn fyrir endurkomu ameríska hersins. Það finnst mér hættuspil; við eigum að fjarlægja okkur bandarískum hagsmunum eins og við mögulega getum, jafnvel að íhuga úrsögn úr Nató meðan Bandaríkjamenn eru þar svo fyrirferðarmiklir,“

segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á dögunum í tilefni af drónavígs Bandaríkjahers gegn háttsettum hershöfðingja Írans á dögunum. Eru löndin sögð á barmi styrjaldar vegna málsins, sem hertekið hefur alþjóðasamfélagið síðustu daga.

Þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar

Það er þó ekki stefna Samfylkingarinnar að Ísland segi sig úr NATO. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, við Eyjuna í dag:

„Það er réttur skilningur að Samfylkingin hefur verið hlynnt þessu samstarfi vestrænna þjóða. Það er jafnframt mín skoðun að það þjóni best okkar hagsmunum.“

Aðspurður um hvort fleiri þingmenn Samfylkingarinnar séu á sömu skoðun og Guðmundur Andri, telur Logi svo ekki vera:

„Ég held að almennt séu þingmenn flokksins fylgjandi veru okkar í NATÓ, enda leggur Samfylkingin mikla áherslu á nána og góða samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki og virka þátttöku Íslendinga innan alþjóðasamfélagsins. Það eru hins vegar til flokksmenn sem eru andvígir Nato aðild og ekkert athugavert við það. Heldur ekki þó einstaka þingmenn og flokksmenn velti hlutunum fyrir sér á viðkvæmum tímum; gagnrýni framferði einstakra bandalagsþjóða, eða jafnvel sjálft bandalagið.“

Einangrunarhyggja dugi ekki

Þessi skoðun Guðmundar Andra hefur mælst misvel fyrir. Kolbrún Bergþórsdóttir á Fréttablaðinu, sem jafnan er höll undir hugmyndir frá Samfylkingunni, segir orð Guðmundar hins vegar til marks um einangrunarhyggju:

„Ekki er ástæða til að taka undir þau orð. Slíkt væri alls ekki gæfuspor fyrir Ísland. Einangrunarhyggja dugar ekki. Ljóst er að flestum NATO-þjóðum hugnast ekki nýjasta útspil Bandaríkjaforseta og vilja halda aftur af honum, en um leið er ljóst að það verður ærið verk. Íslendingar eiga ekki að flýja þann félagsskap heldur taka þátt í því að standa vaktina og sýna ábyrgð.“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng:

„Hér skal tekið undir orð Kolbrúnar. Afstaða Guðmundar Andra Thorssonar er nýjasta dæmið um að atburðir á alþjóðavettvangi eru nýttir til að vega að öryggistryggingu Íslendinga sem felst í NATO-aðildinni. Stóra samhengið í öryggismálum víkur fyrir stundaruppnámi sem styðst ekki við nein skynsamleg rök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Píratar neita að svara spurningum um bólusetningar – Halldóra tók upp hanskann fyrir foreldra óbólusettra barna

Píratar neita að svara spurningum um bólusetningar – Halldóra tók upp hanskann fyrir foreldra óbólusettra barna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: „Skelfilegt kontóristabæli“

Björn Jón skrifar: „Skelfilegt kontóristabæli“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Morgunblaðið furðar sig á Halldóru Pírata – „Les­and­an­um er eft­ir­látið að álykta um af­leiðing­ar þess“

Morgunblaðið furðar sig á Halldóru Pírata – „Les­and­an­um er eft­ir­látið að álykta um af­leiðing­ar þess“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þór Saari segir fólki að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn – „Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg“

Þór Saari segir fólki að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn – „Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Andri og Gunnar Smári deila um RÚV – „Þú ert hér í hlutverki rakkans að gelta á ógnina fyrir húsbónda sinn“

Guðmundur Andri og Gunnar Smári deila um RÚV – „Þú ert hér í hlutverki rakkans að gelta á ógnina fyrir húsbónda sinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Willum með 99,96% mætingu á kjörtímabilinu – „Ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að mæta í vinnuna“

Willum með 99,96% mætingu á kjörtímabilinu – „Ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að mæta í vinnuna“