fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Samkomulag um að uppræta vændi og ofbeldi í Reykjavík undirritað í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verður undirritað samkomulag um ofbeldislausa  og örugga skemmtistaði og einnig samkomulag um vændislaus hótel og gististaði. Um viðamikið samstarfsverkefni er að ræða, en Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu (SAF) fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) taka höndum saman um þetta háleita markmið. Samkomulagið miðar að því að bæta samskipti og samstarf milli hlutaðeigandi aðila en það er Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar sem ber ábyrgð á verkefninu.

Hyggjast fyrirbyggja áreitni, ofbeldi og vændi

Kynningarfundur var haldinn um málið í maí á síðasta ári en í tilkynningu sagði þá um markmiðin:

„Að skemmtistaðir í Reykjavík verði ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Stefnt er að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þ.m.t. kynferðisleg og kynbundin áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist t.d. á fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.“

Til að ná fram hinum göfugu markmiðum sínum treysta aðilar samkomulagsins á stefnugerð, samvinnu og ársfjórðungslega fundi:

„Til að þetta takist verða allir að vinna saman að settu marki þ.e. forsvarsmenn, rekstraraðilar og starfsfólk skemmtistaða, lögreglan, slökkviliðið og Reykjavíkurborg. Gerð hefur verið stefna til að auðvelda samningsaðilum að ná samkomulagi um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Aðilar að samkomulaginu skulu skipa teymi sem fundar ársfjórðungslega í þeim tilgangi að meta árangur samstarfsins. Lögreglan boðar til þeirra funda. Teymið skal halda utan um samskipti og samstarf við einstaka skemmtistaði sem gerast aðilar að samkomulaginu. Fulltrúar teymsins skulu fara a.m.k. árlega í úttekt á þá skemmtistaði sem eru aðilar að samkomulaginu ásamt forsvarsmönnum hans og veiti eigi síðar en mánuði seinna umsögn um hvernig gengur.“

Ýmiskonar baráttuaðferðir

Tilmælin sem snúa að skemmtistöðunum snýst að mestu um að upplýsa starfsfólks sitt um rétt viðbrögð við ofbeldi, að merkja dyraverði á upphandlegg, en dyraverðir þurfa að vera samþykktir af lögreglu.

Þá skulu salernisrými vera þannig að auðvelt sé að sjá hversu margir séu þar inni hverju sinni, en ekki sé hægt að skríða undir eða yfir skilrúm.

Öryggismyndavélar skulu einnig vera til staðar, þó ekki á salernum.

Þá er því beint að rekstraraðilum skemmtistaða að „afgreiða ekki áfengi til þeirra sem sýnilega eru ölvaðir eða á annan hátt ekki til þess bærir að gæta að eigin öryggi,“

svo það helsta sé nefnt.

Hér má nálgast listann í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn