fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
Eyjan

Bruðlið í borginni: Borðað og drukkið fyrir 360 þúsund á borgarstjórnarfundum – Um 15 þúsund á kjaft

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar við 20 borgarstjórnarfundi sem haldnir voru frá júlí 2018 til júní 2019 er rúmar 17 milljónir króna. Eru fundirnir haldnir annan hvern þriðjudag.

Það gera 850 þúsund krónur á hvern fund. Þar af kostar matur frá Múlakaffi alls 5.8 milljónir eða 295 þúsund á hvern fund og aðrar veitingar eru 1.3 milljónir.

Samtals borða og drekka borgarfulltrúar því fyrir alls 360 þúsund krónur á hverjum borgarstjórnarfundi, eða rúmar 15 þúsund krónur á mann, sem er á við vel útilátna máltið á virðulegu veitingahúsi.

Þetta kemur fram í svari Fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn  Pawels Bartoszek, forseta borgarstjórnar.

Sem kunnugt er var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Ekki fylgir sögunni hvort miklu sé leifað af matnum á fundunum, eða hvað verði um afganginn.

Vel mannað

Í heildarkostnaðinum eru greiðslur fyrir veitingarnar og fyrir yfirvinnu þriggja húsvarða Ráðhússins, frá sex á kvöldin, en borgarstjórnarfundir eiga það til að dragast langt fram á kvöld, þar sem þeir byrja oftar en ekki um klukkan 14 þó svo fulltrúar minnihlutans hafi óskað eftir að byrja fyrr.

Fjórir aðilar fá greitt fyrir upptökur og útsendingar.

  • Exton fær  greiddar um 210 þúsund krónur fyrir hverja útsendingun borgarstjórnarfundar á vef Reykjavíkurborgar og fékk alls um 4.2 milljónir fyrir fundina 20.
  • Rekstrarfélagið IOS ehf fékk um 150 þúsund fyrir hvern fund, eða alls um þrjár milljónir.
  • Þá fékk Allt & Ekkert ehf rúmar 23 þúsund krónur fyrir tæknivinnu per fund, eða alls 466 þúsund krónur á tímabillinu.
  • Þá hefur Hans K. Kristjánsson fengið alls 2.2 milljónir fyrir fundina 20, eða 110 þúsund fyrir hvert skipti.

Svigrúm til sparnaðar

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins gagnrýndu kostnaðinn harðlega í bókunum sínum á fundinum.

Meirihlutinn var þó ekki á þeim buxunum að spara kostnað „við það lýðræðislega samtal“ sem fram fari á borgarstjórnarfundum, en telja þó sjálfsagt að „rýna í kostnað“ við fundina:

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Hrikalegar tölur birtast okkur hér. Kostnaður sem er algjörlega óþarfur. Meirihlutinn rígheldur í þá skoðun að byrja borgarstjórnarfundi kl. 14:00 í stað þess að láta þá byrja kl. 10:00 á morgnana. Meðaltals kostnaður við hvern fund er 850.000 kr. vegna yfirvinnu og fl. Í svarinu kemur fram að haldnir hafi verið 20 fundir og er kostnaðurinn þá orðinn 17 milljónir. Veitingar eru 40% af þeirri upphæð. Það sjá allir í hendi sér að þarna eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og mikil tækifæri til sparnaðar. Sú tillaga hefur marg oft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins á ekki orð yfir þeim kostnaði sem einn borgarstjórnarfundur kostar. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er ca. 850.000.- vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. Borgarfulltrúi hefur rætt við tæknimenn um þessi mál og ber flestum saman að þessi upphæð er ekki eðlileg. Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúar meirihlutans árétta að ekki var tekin afstaða á þessum fundi til þeirrar hugmyndar að byrja fundi fyrr. Af öllum kostnaðarliðum sem má skoða nánar vilja fulltrúar meirihlutans ekki endilega leggja áherslu á það að spara kostnað við það opna lýðræðislega samtal sem fram fer á fundum borgarstjórnar. Sjálfsagt er þó að rýna kostnað við borgarstjórnarfundi. Þess vegna er fyrirspurnin lögð fram, af okkar frumkvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“