fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Stöðva útblástur sem nemur 290 fólksbílum í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurheimt votlendis Krísuvíkurmýri í landi Hafnarfjarðarbæjar lýkur í dag en þar vinnur verktakafyrirtækið Ístak í samvinnu við Votlendissjóð að endurheimt á 29 hektara svæði. Útblástur af 29 hekturum nemur samkvæmt viðurkenndum meðaltölum um 580 tonnum af koltvísýrings ígildum en það samsvarar útblæstri 290 nýlegra fólksbíla, samkvæmt tilkynningu.

Framkvæmdum lauk í Bleiksmýri og við Bessastaði snemma í október en þessi verkefni eru þau fyrstu af um 25 jörðum sem Votlendissjóður er með á dagskrá fram á næsta vor í samvinnu við landeigendur og Landgræðsluna. Stöðvun útblásturs á landi Hafnarfjarðar í heild, Bleikmýri og Krísuvíkurmýri sem lauk í september er því endurheimt uppá um það bil 1100 tonn af koltvísýrings ígildum á ári.

Á Bessastöðum er það Forseti Íslands, verndari Votlendissjóðs, sem er að endurheimta votlendi á jörðinni. Það mun auðga fuglalíf á svæðinu fyrir utan það að stöðva útblástur á CO2 ígildum sem er auðvitað megin markmiðið Votlendissjóðs.

Þá framkvæmdum lokið á jörðinni Hofi í Norðfirði en það gengu eigendurnir fram fyrir skjöldu og ákváðu að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og framkvæma endurheimtina sjálf með fjárstuðning frá Votlendissjóði. Með þeirri aðgerð stöðva þau sem nemur árslosun frá rúmlega 190 nýlegum fólksbílum.

Frekari endurheimt

Þá eru að fara af stað endurheimt á um það bil 25 öðrum jörðum og landareignum, en Landgræðslan tók þær jarðir út og mældi á árinu. Um leið og framkvæmdir hefjast þar eru nýir jarðeigendur beðnir um að hafa samband við sjóðinn með endurheimt á jörðum þeirra í huga.

Mikil umræða er í samfélaginu í tengslum við allar þessar framkvæmdir og eðlilegt að fólk velti fyrir sér gagnsemi slíkra aðgerða og muninum á endurheimt og öðrum verkefnum í baráttunni við loftlagsbreytingarnar. Þá horfa margir á fuglavernd og gagnsemi endurheimtar í því samhengi, en einnig stíga fram sérfræðingar sem rannsakað hafa og eru að rannsaka gagnsemi endurheimar votlendis í tengslum við vatnsbúskap laxa- og silungsáa.

Votlendissjóður Íslands er einkarekinn framkvæmdasjóður sem endurheimtir framræst votlendi á Íslandi í samstarfi við samfélagslega ábyrga landeigendur, stór og smá fyrirtæki og einstaklinga sem brenna fyrir baráttu gegn hamfarahlýnun jarðar.

Morgunverðarfundur

Votlendissjóður efnir til morgunverðarfundar í Kaldalóni í Hörpu í fyrramálið um stöðu á endurheimt votlendis á Íslandi. Sjóðurinn var stofnaður í maí 2018 og hefur síðan þá unnið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins að endurheimt, í samvinnu við landeigendur um allt land. Í haust fór vinna sjóðsins á fullt en endurheimt hefur nú farið fram á Bessastöðum, en forseti Íslands er verndari sjóðsins. Þá var endurheimt votlendi í Bleiksmýri og Krísuvíkurmýri í landi Hafnarfjarðarbæjar og á Hofi í Norðfirði.
Meðal þeirra sem flytja ávarp og erindi eru forseti Íslands, fulltrúar frá Landgræðslu ríkisins, Hafi og vatni, Votlendissjóði og þá verður Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice með skemmtilegt erindi sem hann kýs að kalla „Er klukkan orðin fimm? Vangaveltur um tímasetningu björgunaraðgerða“
Dagskrá fundarins er sem hér segir:

08:30 Léttur morgunverður og kaffi
09:00: Opnunarávarp:
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verndari Votlendissjóðs
09:10: Endurheimt votlendis.
Sunna Áskelsdóttir, Landgræðslu ríksins
09:30: Áhrif endurheimtar votlendis á vatnsbúskap veiðiáa.
Sigurður Már Einarsson, Haf og vatn
09:50: Er klukkan orðin fimm? Vangaveltur um tímasetningu björgunaraðgerða.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice
10:10: Samfélagsleg ábyrgð og loftslagsvandinn.
Eyþór Eðvarðsson stjórnarformaður Votlendissjóðs
10:30 Orkan og endurheimt.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs
10:45: Almennar umræður
11:00 Fundarslit

Fundarstjórn:
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir stjórnarmaður í Votlendissjóði

Frítt er á viðburðinn og boðið verður upp á léttar morgunveitingar, kaffi og te.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn