fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Oddný hneyksluð og telur Kristján Þór vanhæfan – „Leit það ekki alltaf illa út?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósátt við svör forsætisráðherra varðandi hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, vegna Samherjamálsins í Kastljósinu í vikunni, þar sem Katrín sat fyrir svörum:

„Hún sagði okkur að á Íslandi þekktu allir alla og svona. Því væri svo flókið að ræða samband sjávarútvegsráðherra og fyrrum stjórnarformanns Samherja við forstjóra Samherja. Þeir væru æskuvinir – til að mynda. Hver og einn ráðherra þyrfti að meta hæfi sitt.

Ég velti fyrir mér hvers vegna forsætisráðherranum fannst það góð hugmynd við stofnun ríkisstjórnarinnar að fyrrum stjórnarformaður eins stærsta útgerðarfyrirtækis á landinu yrði sjávarútvegsráðherra. Leit það ekki alltaf illa út?”

spyr Oddný.

Þjóni stórútgerðinni

Kristján Þór hefur áður sagst ætla að segja sig frá þeim málum er varða Samherja, þar sem forstjóri Samherja sé æskuvinur hans. Enn hefur þó ekki komið til þess að Kristján hafi sagt sig frá neinu máli vegna mögulegs vanhæfis.

Oddný ýjar þó að vanhæfi Kristjáns Þórs við úthlutun makrílkvótans og vegna reiknireglu veiðigjalda:

„Ætli forsætisráðherrann hafi ekki leitt hugann að hæfi sjávarútvegsráðherrans vegna tillögu hans um úthlutun makrílkvótans sem var hliðholl stórútgerðinni eða við samningu reiknireglu fyrir veiðigjöld sem var líka stórútgerðinni í hag? En kannski er þetta bara allt talið eðlilegt við ríkisstjórnarborðið,”

segir Oddný og minnist á að Katrín hafi stutt Sigríði Á. Andersen í embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu:

„Formaður Sjálfstæðisflokksins studdi dómsmálaráðherrann og styður sjávarútvegsráðherrann líka, enda studdu þau bæði hann sjálfan, ráðherra skattamála, þegar í ljós kom með Panamaskjölunum að hann hafði nýtt sér skattaskjól. Og svo er það formaður Framsóknarflokksins sem hefur nú áður bent okkur á að það sé flókið að eiga peninga á Íslandi.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli