fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Bryndís tekur við forsætisráðuneytinu um áramótin

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 15:59

*** Local Caption *** Ríkissáttasemjari-starfsfólk-10.01.2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar nk. þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri, tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni, samkvæmt tilkynningu.

Ragnhildur mun undirbúa opnun nýrrar fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg og taka við embætti þar 1. júní nk. Ragnhildur mun auk hefðbundins fyrirsvars og skyldustarfa á þessum vettvangi byggja upp starfsemi fastanefndarinnar í Strassborg og vinna að undirbúningi formennsku Íslands í Evrópuráðinu sem hefst árið 2022.

Við embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu tekur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, með vísan til heimildar í 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Bryndís er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2015.

Áður var hún starfsmannastjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss og rektor við Háskólann á Bifröst. Þá gegndi Bryndís þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið og Samfylkinguna á árunum 1995 til 2005. Hún var áður lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands og starfsmaður nefndar í dómsmálaráðuneytinu um aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds í héraði.

„Forsætisráðuneytið vill við þessi tímamót þakka Ragnhildi fyrir afar vel unnin störf og ekki síst hennar framlag í tengslum við ýmsar stjórnsýsluumbætur og uppbyggingu á krefjandi tímum. Ragnhildur hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu í rúman áratug en var áður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá árinu 2004 og fulltrúi í sendiráðinu Brussel frá 2002 til 2004. Hún starfaði í heilbrigðisráðuneytinu frá árinu 1995 og á Alþingi frá árinu 1993. Ráðherrar sem Ragnhildur hefur unnið með í þremur ráðuneytum eru á annan tuginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki