fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Yfir helmingur landsmanna vill nýja stjórnarskrá – Stuðningsmenn stjórnarflokkanna á öndverðum meiði

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega helmingur landsmanna telur mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili og rúmur þriðjungur kveðst óánægður með núgildandi stjórnarskrá. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 21. – 25. október 2019.

Alls kváðust 18% telja það mjög lítilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, 8% frekar lítilvægt, 21% bæði og, 20% frekar mikilvægt og 32% mjög mikilvægt.

Af þeim sem tóku afstöðu kváðust 52% telja nýja stjórnarskrá mikilvæga og 27% lítilvæga en hlutfall þeirra sem telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá hefur mælst um eða yfir 50% frá því téðar mælingar MMR hófust í september 2017.

Einnig var spurt um ánægju svarenda með núgildandi stjórnarskrá og kváðust 35% svarenda óánægð en 25% ánægð. Alls sögðust 11% mjög óánægð með stjórnarskrána, 24% frekar óánægð, 40% bæði og, 19% frekar ánægð og 6% mjög ánægð.

Misjafn stuðningur ríkisstjórnarflokka

Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að skiptar skoðanir voru á meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarflokkanna. Meirihluti Vinstri-grænna (83%) sagði endurnýjun stjórnarskrá vera mikilvæga, samanborið við 17% stuðningsfólks Framsóknar og 19% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks. Þá sögðu 43% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks og 34% stuðningsfólks Framsóknar slíka breytingu vera mjög lítilvæga, samanborið við 3% stuðningsfólks Vinstri grænna.

Af stuðningsfólki stjórnarandstöðuflokkanna reyndist stuðningsfólk Samfylkingar (85%), Flokks fólksins (78%) og Pírata (75%) líklegast til að segja nýja stjórnarskrá mikilvæga en stuðningsfólk Miðflokks ólíklegast (19%). Þá kváðust 47% stuðningsfólks Miðflokksins telja endurnýjun stjórnarskrár mjög lítilvæga.

Ef litið er til stuðnings við ríkisstjórnina má sjá að 35% þeirra sem kváðust styðja ríkisstjórnina sögðu endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga, samanborið við 64% þeirra sem kváðust ekki styðja ríkisstjórnina.

Þá voru þeir sem kváðust fylgjandi inngöngu Íslands í ESB (69%) líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga heldur en þau sem kváðust andvíg inngöngu í ESB (33%) en nær helmingur Evrópusinna (47%) sagði breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili vera mjög mikilvægar.

Ef afstaða er skoðuð eftir ánægju með núgildandi stjórnarskrá má sjá að 91% þeirra sem segjast óánægð með stjórnarskrána telja mikilvægt að hún væri endurnýjuð, samanborið við 46% þeirra sem kváðust bæði ánægð og óánægð og 15% þeirra sem kváðust ánægð með núgildandi stjórnarskrá.

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks og Miðflokks ánægðust með núgildandi stjórnarskrá

Karlar (31%) reyndust líklegri heldur en konur (19%) til að segjast ánægðir með núgildandi stjórnarskrá en 9% kváðust mjög ánægðir, samanborið við 3% kvenna.

Hlutfall þeirra sem kváðust ánægðir með stjórnarskrána var hærra hjá svarendum 50-67 ára (30%) og 68 ára og eldri (28%) en hjá yngri svarendum en svarendur í elsta aldurshópi reyndust líklegust til að segjast mjög ánægð (10%).

Svarendur af höfuðborgarsvæðinu (39%) reyndust líklegri til að segjast óánægð með núgildandi stjórnarskrá en þau af landsbyggðinni

Þegar litið er til stjórnmálaskoðana má aftur sjá aftur sjá nokkurn mun á milli stuðningsfólks flokka. Stuðningsfólks Miðflokksins (59%) og Sjálfstæðisflokksins (56%) var líklegast til að segjast frekar eða mjög ánægt með núgildandi stjórnarskrá en stuðningsfólks Pírata (5%) og Samfylkingar (7%) ólíklegast.

Þá var stuðningsfólk Pírata (78%), Samfylkingar (64%) og Flokks fólksins (53%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast óánægt með stjórnarskrána en 38% stuðningsfólks Pírata kvaðst mjög óánægt.

Þeir svarendur sem kváðust styðja ríkisstjórnina reyndust líklegri (44%) til að segjast ánægðir með núgildandi stjórnarskrá heldur en þeir sem kváðust ekki styðja ríkisstjórnina (15%).

Þá reyndust Evrópusinnar (13%) ólíklegri til að vera ánægðir með stjórnarskrána heldur en svarendur sem kváðust andvíg inngöngu Íslands í ESB (39%) en um fimmti hver Evrópusinni (20%) kvaðst mjög óánægður með núgildandi stjórnarskrá.

Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrár jókst með aldri

Konur (56%) reyndust líklegri heldur en karlar (49%) til að segja það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Karlar (24%) reyndust hins vegar líklegri en konur (11%) til að segja endurnýjun stjórnarskrár mjög lítilvæga.

Hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst með auknum aldri en 49% svarenda í elsta aldurshópi (67 ára og eldri) sögðu endurnýjun mjög mikilvæga, samanborið við 24% þeirra 18-29 ára. Þá voru svarendur á aldrinum 30-49 ára (30%) og 50-67 ára (29%) líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segja það lítilvægt að fá nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili.

Þá reyndust svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga (56%) heldur en íbúar landsbyggðarinnar (46%).

 

Eldri kannanir sama efnis:

MMR könnun 2018: Meirihluti telur enn mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
MMR könnun 2017: Meirihluti vill nýja stjórnarskrá

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 972 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 21. til 25. október 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“