fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Alþingi sendir tvo karlmenn á Heimsþing kvenleiðtoga – „Ekki bara tveir gráir karlar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlegt Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, verður haldið hér á landi þann 18.- 20. nóvember í Hörpu. Til þingsins er boðið alþjóðlegum kvenleiðtogum úr stjórnmálum, auk kvenleiðtoga úr viðskiptum, menningu, vísindum, tækni og fleiri sviðum þjóðlífsins. Þingið er haldið í samstarfi heimssamtaka kvenleiðtoga – WPL, hvar Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis.

Um 450 kvenleiðtogar sækja þingið, þeirra á meðal eru forsetar og forsætisráðherrar víðsvegar úr heiminum, ásamt kvenleiðtogum úr öðrum geirum, í viðskiptalífinu, háskólasamfélaginu, listum og opinberri þjónustu.

Þátttakendur skrifstofu Alþingis á Heimsþingi kvenleiðtoga verða þeir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis. Þetta kemur fram á vef Alþingis og vekur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata athygli á þessu á Facebook:

„Einmitt. Til hamingju Alþingi með þátttöku á heimsþingi kvenleiðtoga.“

Tekur Björn Leví síðan fram að hamingjuóskir hans séu kaldhæðni.

Skrifstofulegur misskilningur

Eyjan sendi fyrirspurn á Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis vegna málsins, um hverju það sætti að fulltrúar Alþingis væru tveir karlmenn og hvort það skyti ekki skökku við.

Sagði hann um misskilning að ræða:

„Þetta sem er á vefnum er eingöngu innanhússkráning í skrifstofulegum skilningi. Þ.e. ég og Jörundur og okkar skrifstofa erum sú eining sem þátttaka Alþingis heyrir undir stjórnunarlega séð, við erum sem sagt ábyrgðaraðilar hér innanhúss,“

segir Steingrímur og bætti við að allar konur á Alþingi séu skráðar til þátttöku á þinginu. Hafi verið tekið mið af þessu í störfum þingsins svo þær gætu sótt viðburðinn, en Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, mun flytja ræðu síðdegis fyrir Íslands hönd.

„Ég flutti stutta tölu á setningarathöfninni í morgun f.h. Alþingis sem er einn af gestgjöfunum ásamt með ríkisstjórninni og WPL samtökunum. Á þriðja tug starfsmanna Alþingis er úti í Hörpu til að aðstoða við ráðstefnuna auk þess sem margir gestir koma í þinghúsið þessa daga. Sem sagt, það eru aldeilis ekki bara tveir gráir karlar skráðir til þátttöku heldur akkúrat öfugt, allar þingkonur og Alþingi sem annar aðal gestgjafinn á móti ríkisstjórn undirlagt af atburðinum,“

segir Steingrímur í svari sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“