fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Stjórnmálafræðingar takast á um Samherjamálið – Hannes segir ógeðfellda hatursherferð vera í gangi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, stekkur Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrrum forstjóra Samherja, til varnar á Facebook og segir hann vera dugnaðarfork sem hafi veitt fjölda manns atvinnu. Hannes skrifar:

„Mér finnst þessi hatursherferð gegn Þorsteini Má vera afar ógeðfelld. Ég skal ekkert segja um þetta nýja mál, enda bíður það væntanlega rannsóknar og snýst, að því er mér virðist, aðallega um þá spillingu, sem hlýst af pólitískri úthlutun fiskveiðikvóta í Afríku. Um hitt verður ekki deilt, að Þorsteinn Már er skapandi dugnaðarforkur, sem hefur rekið fyrirtæki sitt vel og veitt fjölda manns atvinnu.“

Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, deilir færslu Hannesar og segir honum til syndanna. Viktor skrifar:

„Sjálfstæðismenn eins og Hannes komi allharkalega upp um sig í þessari Samherjaumræðu, með þeirri málsvörn að það snúist einungis um hvað kerfið í Namibíu sé spillt.

Þeir eru með því að segja að það sé ekkert að því að múta eða taka við mútum, svo lengi sem kerfið leyfir það. Því miður er það gríðarlega sterk vísbending um það, að mútur tíðkist meðal sjálfstæðismanna á Íslandi. Hannes og fleiri eru búin að segja okkur að þau sjái ekkert að því.

Hannes er ekki lengi að svara Viktori og segir aðalatriði málsins hafa farið alveg framhjá honum. Pólitískt úthlutunarvald leiðir iðulega til spillingar, sérstaklega ef almennt siðferði er veikt. Eigi leið þú oss í freistni, segir í hinni helgu bók.

Annars vaknar spurning: Íslendingar mútuðu embættismönnum á Spáni fyrir stríð til að geta selt þangað saltfisk (um það var blaðið með greininni eftir Jónas, sem var brennt). Og Íslendingar mútuðu líka mönnum í Nígeríu til að geta selt þangað skreið. Hvað á okkur að finnast um það? Var það óréttlætanlegt?

Þá svarar Viktor skýr: „Já, það var óréttlætanlegt.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að