fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Eyjan

Björn Leví opnar vef fyrir spillingarsögur – Allir geta sett inn efni nafnlaust

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 12:51

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur opnað vefsvæði sem er vettvangur undir sögur um spillingu á Íslandi. Getur hver sem er sett þar inn nafnlaust efni. Björn skrifar um þetta tiltæki á Facebbook:

„Þekkir þú sögur um spillingu, og þá sérstaklega hótanir?

Ég ákvað, eftir Silfurþáttinn í morgun, að setja saman litla síðu þar sem hægt er að koma á framfæri sögum af hótunum og spillingu almennt. Þetta er svona í anda #metoo að vissu leyti þar sem þetta er algerlega nafnlaust. Markmiðið er að fá hugmynd um umfang þeirrar menningar sem var afneitað í Silfrinu.

Hver og einn getur sent inn fleiri en eina tilkynningu. Engum upplýsingum um sendanda er safnað.“

Á vefnum er form til að setja inn efni og þar er jafnframt þessi inngangur:

„Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“

 

Sjá nánar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Maður breytinga allt í einu harður á móti – hvað veldur?

Orðið á götunni: Maður breytinga allt í einu harður á móti – hvað veldur?