fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Björn Leví opnar vef fyrir spillingarsögur – Allir geta sett inn efni nafnlaust

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 12:51

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur opnað vefsvæði sem er vettvangur undir sögur um spillingu á Íslandi. Getur hver sem er sett þar inn nafnlaust efni. Björn skrifar um þetta tiltæki á Facebbook:

„Þekkir þú sögur um spillingu, og þá sérstaklega hótanir?

Ég ákvað, eftir Silfurþáttinn í morgun, að setja saman litla síðu þar sem hægt er að koma á framfæri sögum af hótunum og spillingu almennt. Þetta er svona í anda #metoo að vissu leyti þar sem þetta er algerlega nafnlaust. Markmiðið er að fá hugmynd um umfang þeirrar menningar sem var afneitað í Silfrinu.

Hver og einn getur sent inn fleiri en eina tilkynningu. Engum upplýsingum um sendanda er safnað.“

Á vefnum er form til að setja inn efni og þar er jafnframt þessi inngangur:

„Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“

 

Sjá nánar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði