fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Dularfullt félag keypti jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega keypti félagið Aðaldalur ehf., sem er í eigu Dylan Holding SA, jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal sem stundum er sögð ókrýnd drottning íslenskra laxveiðiáa. Dylan Holding SA er sagt vera sterklega tengt breska auðkýfingnum Jim Ratcliffe, sem hefur keypt fjölda jarða á Austurlandi, en það er ekki í hans eigu að sögn talsmanns hans.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Aðaldalur ehf. hafi í árslok 2009 keypt hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Þetta voru jarðirnar Knútsstaður og Straumsnes í Aðaldælahreppi og Hólar í Laxárdal. Félagið keypti líka íbúðarhús á Lynghóli í Aðaldælahreppi. Síðan gerðist ekki meira í fasteigna- og jarðakaupum hjá félaginu fyrr en í september á þessu ári. Þá keypti félagið hluta af jörðinni Austurhaga í Aðaldælahreppi.

Aðaldalur er eins og fyrr segir í eigu Dylan Holding SA sem er skráð í Lúxemborg. Jóhannes Kristinsson, fjárfestir, er í forsvari Dylan Holding SA. Hann er kannski þekktastur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Fréttablaðið segir að hann hafi verið sagður eigandi félagsins en því hafi einnig verið haldið fram í fréttum, þar á meða hjá Morgunblaðinu og Kjarnanum, að Jim Ratcliffe sé raunverulegur eigandi félagsins. Þessu vísaði Gísli Ásgeirsson, talsmaður Ratcliffe hér á landi, á bug í samtali við Fréttablaðið og sagði Ratcliffe ekki eiga Dylan Holding SA.

Fréttablaðið segir erfitt að segja til um hversu stóra hlutdeild í veiðiréttindum í Laxá í Aðaldal félagði Aðaldalur á núna. Ónafngreindur sérfræðingur, sem Fréttablaðið ræddi við, telur að félagið eigi 3-5 prósent af veiðiréttindunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum