fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Eyjan

Segir stjórnvöld brjóta markvisst á réttindum flóttafólks: „Senda lítil börn út í fullkomna óvissu og hættu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir dæmin sanna að mannúð ráði ekki för í málefnum flóttafólks hér á landi, líkt og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt.

Helga Vala skrifar um flóttafólk í Morgunblaðið í dag og nefnir að stjórnvöld hér á landi beiti ómannúðlegum aðferðum í skjóli Dyflinnarreglugerðarinnar og brjóti á lagaskyldum í garð flóttafólks:

„Íslensk stjórnvöld mega beita þessari ómannúðlegu meðferð í skjóli ofangreindrar reglugerðar en þau eiga líka samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum sem við erum aðilar að að gæta að einstaklingum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Einstaklingar sem glíma við fatlanir, veikindi, þungaðar konur, einstæðir foreldrar með ung börn og fleiri eiga að vera flokkaðir í þennan hóp fólks í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þá eiga íslensk stjórnvöld líka samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum samningum að tryggja hagsmuni barna. Með því að íslensk stjórnvöld sendi lítil börn í flóttamannabúðir í Grikklandi er að mínu mati og margra annarra verið að brjóta umræddar lagaskyldur, allt á grundvelli erlendrar reglugerðar sem við höfum undirgengist,“

segir Helga Vala og útskýrir hvað felst í þeim reglugerðum:

„Þar er ekki sett skýlaus krafa um endursendingu til annarra aðildarríkja Dyflinnarreglugerðar. Þvert á móti er ríkjum veitt ótvíræð heimild til að meta sjálfstætt hvert og eitt tilvik með tilliti til mannúðar, enda er það frumskylda hvers ríkis. Endursendingarákvæðið er til að tryggja að móttökuríki sé skuldbundið til að taka á móti flóttafólki sem ríkið hefur „hleypt inn“ á svæðið. Endursendingarákvæðið er til að fólk lendi ekki í algjöru tómarúmi á milli ríkja. Það kemur eins og áður sagði ekki á nokkurn hátt í veg fyrir að ríki sýni mannúð í verki og veiti börnum á flótta vernd.“

Komi sér undan vernd með reglugerð

Helga Vala segir að stjórnvöld komi sér markvisst undan því að þurfa að veita flóttamönnum vernd hér á landi og sendi því heilu fjölskyldurnar út í óvissuna:

„Það skiptir bara íslensk stjórnvöld engu máli því þau mega þetta, í skjóli Dyflinnarreglugerðar. Þau mega senda lítil börn út í fullkomna óvissu og hættu til frambúðar, bara til að þurfa ekki að veita vernd hér á landi. Senda þau inn í flóttamannabúðir, ef þau eru svo „heppin“ að fá þar inni, ellegar á götuna þar í landi með börn sín. Enga vernd er þar að fá.“

Engin mannúð hjá Áslaugu

Að lokum dregur Helga Vala dómsmálaráðherra til ábyrgðar:

 „Nei, frú dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt sem haft var eftir þér við upphaf embættissetu þinnar að Ísland framfylgi mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks. Ofangreind dæmi sýna annað og þar berð þú nú ábyrgð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biskupsstofa segir Agnesi ekki hafa komið að ráðningu dóttur sinnar

Biskupsstofa segir Agnesi ekki hafa komið að ráðningu dóttur sinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Franklín segist ætla að lækka laun forseta um helming

Guðmundur Franklín segist ætla að lækka laun forseta um helming
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir ummælin tekin úr samhengi – „Þetta eru falsfréttir“

Segir ummælin tekin úr samhengi – „Þetta eru falsfréttir“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur fær harða útreið – „Illa haldinn af athyglissýki og ofmati á sjálfum sér“

Guðmundur fær harða útreið – „Illa haldinn af athyglissýki og ofmati á sjálfum sér“