fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Þorsteinn bendir á tvískinnung Bjarna varðandi Íslandsbanka –„ Áhugavert sjónarmið frá fjármálaráðherra“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. október 2019 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsbanki er byrjaður að safna gögnum um fjölmiðla sem uppfylla ekki skilyrði bankans um jöfn kynjahlutföll dagskrárgerðarfólks og viðmælenda þeirra. Hyggst bankinn hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki uppfylla skilyrði þeirra, en hjá Íslandsbanka vinna konur í meirihluta, eða 60% móti 40% karla.

Ýmsir hafa gagnrýnt þetta útspil bankans og sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hissa á þessum fyrirætlunum bankans, þau kæmu honum spánskt fyrir sjónir því óljóst væri hvar bankinn hygðist draga mörkin. Taldi hann gæta tvískinnungs í því að gera slíkt bara gagnvart tekjuhliðinni, en ekki útgjaldahliðinni.

Sjá nánar: Elliði fordæmir hræsni Íslandsbanka vegna kynjahlutfallsins – „Hér er langt seilst í baráttunni“

Bjarni sagði það gott og blessað að setja jafnréttismál ofarlega á bauginn, en:

„Það eru tak­mörk fyr­ir því hversu langt menn geta siglt frá þeim áhersl­um sem birt­ast í eig­enda­stefnu rík­is­ins.“

Tvískinnungur hjá Bjarna

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerir sér mat úr þessum ummælum Bjarna og setur í samhengi við þær yfirlýsingar sem Bjarni hefur viðhaft varðandi Landsbankann og byggingu nýrra höfuðstöðva, sem hann sagði ekki á sínu borði, en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki eru í eigu ríkisins:

„Þetta er áhugavert sjónarmið frá fjármálaráðherra. Hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans á einni dýrustu lóð landsins séu ráðherra óviðkomandi þar sem um rekstrarlega ákvörðun sé að ræða. En þegar ríkisfyrirtæki leggst á árarnar í jafnréttismálum er hann hugsi. Segir að þarna sé ríkisfyrirtæki auk þess að sveigja mjög frá eigendastefnu ríkisins. Það er reyndar enn áhugaverðara að heyra frá fjármálaráðherra að jafnrétti kynjanna sé ekki áherslumál í eigendastefnu ríkisins,“

segir Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“