fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 13:00

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hyggst leggja til að Reykjavíkurborg komi upp vettvangi þar sem húsgögn og húsbúnaður fáist gefins þeim er minnst hafa milli handanna. Hún segir mikla fátækt þrífast í Reykjavík:

„Ég hef í starfi mínu sem borgarfulltrúi Flokks fólksins orðið áþreifanlega vör við að í borginni býr hópur fólks við sára fátækt, barnafjölskyldur sem einstaklingar. Þetta blasir kannski ekki við öllum þar sem víða má sjá gnótt og ofgnótt bæði hvað varðar mat og hluti og finnst mér þessi hópur því hafa týnst.“

Nytjamarkaður með ókeypis húsgögnum

Kolbrún hyggst leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að borgin komi upp nytjamarkaði:

„Til að borgin taki meiri ábyrgð á þeim sem eru fátækir, hjálpi þeim meira en gert er nú. Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna til margar ára og gæti ég skrifað langa ritgerð hér um það.“

Í tillögu Kolbrúnar er nefnt að slíkur nytjamarkaður myndi stuðla að endurnýtingu og draga úr sóun og nefnir hún verslanir Góða hirðisins því til hliðsjónar. Starfsmenn Reykjavíkurborgar myndu annast utanumhald, eða sjálfboðaliðar og fólk gæti komið þangað með húsgögn sem það hefði ekki lengur not fyrir.

Gefins, allt gefins

Þess má geta að á Facebook er haldið úti allskyns síðum þar sem hlutir eru til sölu eða gefins. Stærsta síðan er eflaust hópurinn Gefins, allt gefins, þar sem hægt er að láta frá sér, eða óska eftir, allskyns dóti, eina skilyrðið er að þeir séu gefins. Telja meðlimir hópsins nú 103 þúsund manns.

Tillaga Kolbrúnar í heild sinni:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgin komi upp aðstöðu þar sem hægt er að koma með húsgögn/húsbúnað sem fólk vill gefa til annarra. Þangað býðst þeim að koma sem að sama skapi vantar húsgögn. Með þessu er borgin að leggja sitt að mörkum til umhverfisins, stuðla að endurnýtingu og draga úr sóun.

Verslanir Góða hirðisins taka við notuðum húsbúnaði til sölu. Hér er verið að leggja til að borgin skapi aðstæður/vettvang þar sem húsgögn og húsbúnaður fæst gefins. Hægt er að sjá ýmis konar útfærslu hvað varðar framkvæmdina.  Sjá má fyrir sér að starfsmenn/umsjónarmenn á vegum borgarinnar annist umsjón og utanumhald aðstöðunnar og/eða sjálfboðaliðar. Mikilvægt er að hafa þetta sem einfaldast og myndi nytjamarkaðurinn eða lagerinn eftir því hvað fólk kýs að kalla vettvanginn ekki þurfa að vera opinn nema hluta vikunnar til að þjóna tilgangi sínum. Öll vitum við að það er algengt að fólk endurnýi húsgögn og enn aðrir þurfa að losa sig við heilu búslóðirnar vegna flutninga. Flestum finnst ánægjulegt að vita til þess að húsgögn þeirra komist til þeirra sem vantar þau. Tillagan nái hún fram að ganga gagnast því gefendum, þiggjendum og umhverfinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“