Föstudagur 22.nóvember 2019
Eyjan

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint hefur verið frá í fréttum hafa verktakar tekið sig til og stefnt Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda sem borgin hefur innheimt vegna uppbyggingar á fasteignamarkaði. Ólöf Skaftadóttir, annar ritstjóra Fréttablaðsins,  tekur upp hanskann fyrir verktakana í leiðara blaðsins í dag undir yfirskriftinni „Hver er gráðugur?“ er hún spyr hvert peningarnir fari:

„Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun.“

Ólöf nefnir einnig að innviðagjaldið leiði til hærri byggingarkostnaðar, sem leiði til hærra fasteignaverðs sem dregið geti úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda á endanum.

Borgarstjóri bregst hinn versti við

Hún nefnir einnig viðbrögð borgarstjóra í málinu:

„Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið.“

Skorast undan ábyrgð

Ólöf segir meirihlutann í Reykjavík ekki hafa staðið undir ábyrgð sinni í rekstri borgarinnar, óháð innviðagjöldunum:

„Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um.

Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“

Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins

Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga: „Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“

Borgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga: „Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við Samherjamálinu vegna „hugsanlegs orðsporshnekkis“

Sjáðu hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við Samherjamálinu vegna „hugsanlegs orðsporshnekkis“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilja lækka greiðslubyrði námslána og afnema ábyrgðarmannakerfið

Vilja lækka greiðslubyrði námslána og afnema ábyrgðarmannakerfið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“