fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Eyjan

Benedikt baunar á Ólaf: „Hefur staðfastlega barist fyrir fullri aðild Íslands og upptöku evru“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. október 2019 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá mörgum að Miðflokkurinn er alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Þá segir í stefnu flokksins að fá skuli óháð mat á því hvort halda skuli áfram með þátttöku Íslands í EES samstarfinu og hvort sækja eigi um breytingar á samningnum, eða þá segja sig frá honum.

Nýlega skilaði starfshópur um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningum skýrslu sem var unnin í kjölfar beiðni Alþingis á síðasta ári, hvar Ólafur var fyrsti flutningsmaður. Ólafur kallaði skýrslu starfshópsins „gagnrýnislaust varnarrit fyrir samstarfið í prédikunarstíl“ líkt og EES samningurinn væri í hættu, sem hann vissi ekki til að væri raunin. Þá sagði hann að ekki hefðu kostir og gallar verið skoðaðir, heldur aðeins lögð áhersla á réttindi, skyldur og ávinning af aðildinni, og því alls óvíst að starfshópurinn hefði sinnt starfi sínu, sem skýrslubeiðnin krafðist.

Ólafur í röngum flokki ?

Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrverandi formaður Viðreisnar, rifjar upp mýmörg ummæli Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem benda til þess að Ólafur sé hugsanlega í röngum flokki, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Liðsmaðurinn staðfasti.“

Benedikt skrifar:

„Ólafur Ísleifsson, skýrslubeiðandi um EES, er ómaklega gagnrýndur fyrir að hafa horn í síðu Evrópusambandsins og þátttöku Íslands í því. Ekkert er fjær sanni. Ólafur hefur staðfastlega barist fyrir fullri aðild Íslands og upptöku evru,“

segir Benedikt og nefnir mörg dæmi máli sínu til stuðnings:

„Í Fréttablaðinu 3.4. 2018 sagði Ólafur að „ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif“.

Annað dæmi:

„Jákvæð afstaða Ólafs er ekki ný. Í Fréttablaðinu var sagt frá hádegisfundi í HR í febrúar 2007: „[Ólafur] leggur þó áherslu á að menn forðist klisjur í umræðunni og bendir á að evran leysi engan vanda ein og sér, heldur sé hún skipulagslegt atriði og umgjörð um atvinnulífið. Fullyrðinguna um að krónan sé ekki vandinn heldur hagstjórnin segir hann vera eina klisjuna. „Þetta tel ég rangt. Vandinn er hagstjórnin og krónan, ekki bara að hagstjórnin hafi hér ekki verið sem skyldi. Við verðum að horfast í augu við að krónan er örmynt sem á erfitt með að fóta sig í þessum sviptibyljum sem ganga yfir alþjóðlegan markað.“

Og það þriðja:

„Þann 28. janúar 2009 var Ólafur í Speglinum á Rás 1 og sagðist „ekki mega til þess hugsa að Evrópumálin yrðu sett á ís“. Hann minnti á orð Görans Perssons, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, í heimsókn hingað til lands. Persson lagði áherslu á að innganga í ESB í bankakreppu á síðasta áratug 20. aldar hefði komið Svíum mjög til góða.“

Fjórða dæmið:

„Sama vor undirritaði Ólafur yfirlýsingu frá Sammálahópnum um umsókn um aðild að ESB með ósk um flýtimeðferð inn í evrópska myntbandalagið. Þar sagði: „Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.“

Fimmta dæmið:

„Grein Ólafs í Fréttablaðinu 31.12. 2009, Annus Horribilis: „Umsókn um aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru fyrir augum felur í sér annan lið í að endurheimta traust á alþjóðlegum vettvangi. Krónan ein á báti hefur reynst landsmönnum dýrkeypt og enginn kostur annar er tækur en að bindast öðrum þjóðum um samstarf í þessum efnum.“

Sjötta dæmið:

„Í DV 27. ágúst 2010 spurði Ólafur: „Hver er framtíðarsýn stjórnvalda um nothæfan gjaldmiðil? Hvað ætla þeir menn að gera sem leggjast gegn aðild að ESB og þar með evrunni sem lögeyri Íslendinga til að leysa þjóðina úr fátæktarhlekkjunum sem krónan leggur á hana?“

Að lokum segir Benedikt:

„Í Víglínunni 14.4. 2018 áréttaði Ólafur afstöðu sína um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum, en vildi ekki ganga í Evrópusambandið. Hér hefur Flokkurinn ekki viljað ganga jafnlangt Ólafi, sem átti reyndar ekki lengi samleið með fólkinu. Enda segir hin góða bók [Matt 24:13]: Sá sem staðfastur er allt til enda mun hólpinn verða. En hún segir ekki hvenær.“

Ólafur svarar

Ólafur sagði við Eyjuna að skoðun hans á Evrópusambandinu hefði vissulega breyst frá hruni og þar hefði Icesave málið og framganga ESB gagnvart Grikklandi mótað afstöðu sína:

„En ég hef alltaf stutt EES samstarfið frá byrjun, það er alveg rétt. En ég geri það ekki á gagnrýnislausan hátt,“

svaraði Ólafur og neitaði fyrir að sú ákvörðun að kalla eftir skýrslu um kosti og galla EES samningsins mætti túlka sem einhverskonar grundvöll fyrir útgöngu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans