fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Starfsgreinasambandið vísar deilum til Félagsdóms: „Hörð og ósveigjanleg afstaða sveitarfélaganna mikil vonbrigði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 4. október 2019 14:03

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur hafa staðið milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands um efndir á samkomulagi frá því í júlí 2009 um jöfnun lífeyrisréttinda hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Í tilkynningu frá SGS segir að deilunni hafi verið vísað til Félagsdóms:

„Eftir afdráttarlausa neitun sveitarfélaganna á að ræða lausnir í yfirstandandi kjaraviðræðum átti SGS ekki annan kost en að vísa ágreiningsefnum til Félagsdóms í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Sveitarfélögin lögðu fram frávísunarkröfur sem Félagsdómur féllst á að hluta en vísaði ekki frá kröfu SGS að sveitarfélögunum væri skylt samkvæmt kjarasamningi að koma til viðræðna um mögulega lausn:

„Sveitarfélögin gátu ekki einu sinni fellt sig við þá hóflegu niðurstöðu og hafa kært úrskurð Félagsdóms til Hæstaréttar. Endurspeglar sú aðgerð þá óbilgirni og hörku sem sveitarfélögin hafa sýnt í þessu máli og þann einbeitta vilja að standa ekki við undirritað samkomulag um að jafna lífeyriskjör þeirra starfsmanna sem hvað lökust hafa kjörin. Málflutningur sveitarfélaganna vekur líka upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalla samninga sem þau sjálf skrifa undir ,,skúffuskjal“ sem ekki hafi neitt gildi og skipti engu máli. Slíkur málatilbúnaður er óvenjulegur dónaskapur í garð samtaka launafólks og forystumanna þeirra sem fram að þessu hafa ekki talið ástæðu til að efast um heilindi viðsemjanda þegar skrifað er undir kjarasamninga og samkomulög þeim tengdum. Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben