fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Eyjan

Segir orkupakkaákvörðun tekna af yfirvegun þrátt fyrir hræðsluáróður og lýðskrum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 12:19

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar,- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra, fjallar um mikilvægi tilfinninga í stjórnmálaumræðunni í grein í Morgunblaðinu og kostuðum pistli á Facebook síðu sinni í gær.

Hún segir þar meðal annars að gæði ákvarðana séu oft metin út frá hitastigi tilfinninga; ískalt mat sé vísun á góðar ákvarðanir, en ef þær séu teknar í hita leiksins, séu þær slæmar. Þórdís segir hinsvegar að tilfinningar eigi fullan rétt á sér í stjórnmálum:

„Í stjórnmálum eigum við hins vegar ekki að víkja tilfinningum til hliðar. Stjórnmálin eru ekki ísköld. Þau snúast um fólk og fólk hefur tilfinningar. Við getum kannski ekki alltaf rökstutt eða útskýrt tilfinningar okkar en það þýðir ekki að þær séu ómerkar eða lítils virði. Þær eiga fullan rétt á sér í pólitískri umræðu og við eigum ekki að gera lítið úr þeim eða víkja þeim til hliðar. Að sjálfsögðu eigum við ekki heldur að víkja ísköldum rökum til hliðar, það segir sig sjálft, en við verðum að horfast í augu við að þau eru ekki alltaf fullnægjandi ein og sér.“

Hræðsluáróður og lýðskrum

Rauði þráðurinn í pistlinum fjallar um þriðja orkupakkann og þann hræðsluáróður og lýðskrum sem hún telur að andstæðingar hans hafi haldið á lofti. Þórdís ver meirihluta pistilsins í að réttlæta tilfinningar í stjórnmálaumræðu og segir það ekki lýðskrum að höfða til tilfinninga. Hinsvegar sé það lýðskrum að gera það án tillits til staðreynda og í andstöðu við staðreyndir og ljóst er að þeirri sneið sé beint að andstæðingum OP3:

„Þegar sú tilfinning hefur gripið um sig að verið sé að afsala orkuauðlindum Íslands til embættismanna í Brussel er líklegt að það finnist ekki öllum fullnægjandi að eingöngu sé svarað með ísköldum rökum.“

Þá nefnir hún að engin stjórnmálastefna sé saklaus af því að höfða til ótta fólks að einhverju marki:

„Ótti getur auðvitað átt fyllilega rétt á sér en við verðum að vera á varðbergi gagnvart þeim sem reyna að notfæra sér hann. Eitt skýrasta viðvörunarljósið um að verið sé að nýta sér ótta gegn betri vitund er þegar öll rök hníga að því að óttinn sé ástæðulaus en talsmenn óttans láta sér ekki segjast og fara fram á að það verði sannað að versta niðurstaða sé útilokuð. Slíkt er sjaldnast hægt og því er auðvelt að viðhalda ótta í trássi við kalt mat. Krafan „sannaðu það!“ er oftar en ekki síðasta haldreipi þess sem hefur rökin ekki með sér.“

Ákvörðun tekin við mátulegt hitastig

Þórdís segir að ríkisstjórnin hafi hlustað bæði á tilfinningar og rök andstæðinga þriðja orkupakkans og komið til móts við þá, til dæmis með því að fresta málinu í tvígang og breytt málinu til að samræmast stjórnarskrá.

„Við höfnum því hins vegar að taka í neyðarhemil EES-samningsins bara af því að við megum það. Það er ekki ástæða til þess í þessu máli. Sú afstaða er hvorki tekin ískalt né í hita leiksins heldur af yfirvegun við mátulegt hitastig. Það verða ekki allir sammála henni en svo mikið er víst að sjaldan hefur andstæðum sjónarmiðum – og tilfinningum – verið gefinn eins mikill gaumur og einmitt í þessu máli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni