fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Eyðilegging Skuggahverfisins og Skúlagötunnar

Egill Helgason
Mánudaginn 12. ágúst 2019 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa ljósmynd af gamla Völundi sem stóð við Skúlagötuna setti Jón Eldon Logason inn á vefinn Gamlar ljósmyndir. Ég skrifaði í athugasemd að eyðilegging Skuggahverfisins og Skúlagötunnar væri einhver sú sorglegasta í sögu borgarinnar. Mjög margir hafa tekið undir það.

Við sjáum þarna hvað Völundur var falleg bygging með turni sínum og reykháf. Þarna voru líka verksmiðjuhús Sláturfélagsins og gamla Kveldúlfs, en fyrir aftan var hið lágreista Skuggahverfi með timburhúsum sínum. Þau voru ekki stór eða ríkmannleg – en byggðin hafði þokkafullan svip þar sem hún stallaðist upp holtið.

Eitt sinn voru Njálsgatan og Grettisgatan taldar ómerkilegustu götur í Reykjavík, fátæklegar og sagðar vera slömm, það stóð til að rífa húsin þar og leggja bílagötu. En nú hafa hús við þessar gömlu götur verið gerð upp – þetta er svæði með einstökum reykvískum svip.

Líkt hefði getað farið með Skuggahverfið, ef það stæði, enduruppbyggt líkt og götur á Skólavörðuholti og í Þingholtunum, væri þetta ein af perlum borgarinnar með fjölskrúðugu mannlífi, svæði þar sem laðaði að sér fólk og væri gott að ganga sér til yndisauka.

En í staðinn var farið þar um með eyðileggjandi hendi, húsin við Skúlagötuna rifin og klunnalegum blokkum troðið ofan í Lindargötuna. Þar sem núna stendur þarna er stíllaus hrærigrautur nútímaarkítektúrs sem spannar tímann frá sirka 1985 og fram til okkar daga, það sem byggt var fyrst er þegar farið að eldast mjög illa – og einhvern veginn er maður viss að eins fer með hinar nýrri byggingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær