fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Vill að borgin gefi upp hvernig atkvæði skiptast: „Tólf eru aldeilis ekki allir tuttugu og þrír borgarfulltrúarnir!!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 15:44

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir vill að upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar gefa upp í tilkynningum til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem eru samþykkt í borgarráði og í borgarstjórn. Hefur hún lagt fram tillögu þess efnis í borgarráði og greinir frá á Facebook.

„Upplýsingafulltrúi borgarinnar sendir fjölmiðlum endrum og sinnum tilkynningu um hvaða mál hafa verið samþykkt í borginni. Þá er það orðað „Borgarráð samþykkti eða samþykkt var í borgarstjórn o.s.frv.“ Það vita kannski ekki allir að Flokkur fólksins hefur ekki atkvæðarétt í borgarráði, einungis tjáningar- og bókunarfrelsi. Öðru máli gegnir í borgarstjórn, þar hafa allir atkvæðarétt.“

Þegar í tilkynningu er aðeins sagt að mál hafi verið samþykkt þá geti það gefið lesendum þá röngu hugmynd að allir atkvæðabærir standi að baki málinu.

Til að fá þessu breytt lagði ég fram eftirfarandi tillögu í borgarráði:

„Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum.“

Með færslunni birtir Kolbrún dæmi til að sýna fram á hversu villandi tilkynningarnar geti verið. Á fyrri myndinni stendur að mál hafi verið samþykkt af borgarráði, en á þeirri næstu kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var á móti.

„Þetta er bara eitt dæmi af mörgum þar sem látið er að því liggja að allir séu sammála þegar atkvæði féllu kannski 12 gegn 11 eins og oft gerist í borgarstjórn. Tólf eru aldeilis ekki allir tuttugu og þrír borgarfulltrúarnir!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum