fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Eyjan

Var Áslaug að gefa grænt ljós á sykurskatt Svandísar ? – „Þarf oft að mæt­ast á miðri leið og gera mála­miðlarn­ir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það mætti segja að það að halda aft­ur af vexti og af­skipt­um hins op­in­bera sé álíka mik­il­vægt og að lækka skatta. Það er ábyrgð að sitja í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, þar þarf oft að mæt­ast á miðri leið og gera mála­miðlarn­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun samt ekki gefa eft­ir mik­il­vægu stefnu sína um öfl­ugt at­vinnu­líf, frjáls­ara sam­fé­lag og fram­taksmátt ein­stak­ling­anna. Það eru þess­ir þætt­ir sem munu auka lífs­gæði hér á landi, ekki vöxt­ur hins op­in­bera.“

Svo ritar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið í dag.

Þar talar hún um skattamál og þann frið sem náðist á vinnumarkaði með lífskjarasamningunum. Þá týnir Áslaug til ýmsa skatta sem flokkur hennar hefur afnumið, en viðurkennir að hugsanlega sé það ekki nóg:

„Við ger­um okk­ur þó fulla grein fyr­ir því að verk­efn­inu um skatta­lækk­an­ir er hvergi nærri lokið og verður lík­ast til aldrei. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt sitt af mörk­um með mál­um um lækk­un erfðafjárskatt, af­nám stimp­il­gjalda o.fl. og það bíður fram á næsta þing. Það er þó rétt að minna á að við höf­um náð ár­angri og ætl­um að lækka skatta enn frek­ar, s.s. banka­skatt, trygg­ing­ar­gjald, lækka tekju­skatt frek­ar og þannig mætti áfram telja.“

Áslaug talar um að einfalda þurfi regluverkið þegar kemur að umhverfi fyrirtækja og segir að stefna Sjálfstæðisflokksins muni ýta undir framfarir, nýsköpun, tækniþróun og vöxt atvinnulífsins í víðu samhengi.

Sykurskattur Svandísar

Tillögur Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og landlæknis um að leggja hærri álögur á sykraðar vörur í nafni lýðheilsuvarna hafa mælst misjafnlega fyrir. Félag atvinnurekenda hefur mótmælt hugmyndunum harðlega og telja þetta órökrétta forræðishyggju og vísa til fyrri tilrauna með sykurskatt sem ekki gekk upp.

Vandséð er hvernig 20% hækkun á sykruðum vörum samræmist stefnu Sjálfstæðisflokksins um lægri skatta, frjálsara samfélag og minni ríkisafskipti. Áslaug minnist ekki á sykurskattinn í grein sinni beinum orðum, sem eru tíðindi út af fyrir sig.

Af orðum hennar má þó skilja að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist ekki beita sér  gegn sykurskattinum. Áslaug talar um að oft þurfi að mætast á miðri leið og gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi, sem hugsanlega er vísbending um að hann verði kannski ekki 20 prósent, heldur eitthvað lægri.

Áslaug nefnir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér ekki að gefa eftir mikilvæga stefnu sína um öflugt atvinnulíf, frjálsara samfélag og framtaksmátt einstaklinga. Hún nefnir hinsvegar ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að ríghalda í stefnu sína um lækkun skatta.

Fleiri skattahækkanir en lækkanir

Þess má geta að á tímabilinu 2007 til 2018 voru gerðar 267 skattabreytingar á Íslandi. Alls 200 af þeim voru hækkanir á sköttum, en aðeins 67 voru lækkanir. Þetta kom fram í yfirliti Viðskiptaráðs í febrúar 2018.

Þá gerðu stjórnvöld 22 breytingar á skattkerfinu um áramótin þar-síðustu, þar sem 19 voru til hækkunar, en þrjár til lækkunar.

Á tímabilinu 2007 -2018 hafa því skattar verið hækkaðir þrisvar sinnum fyrir hverja lækkun.

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn öll þessi ár, utan fjögurra, þegar vinstri stjórnin tók við í kjölfar hrunsins, frá 2009-2013.

Sjálfur skattaflokkurinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem mært hefur samstarf sitt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í ræðu sinni á landsfundi VG í október árið 2017, rétt áður en hún myndaði ríkisstjórn með Bjarna:

„Og reyndar eru þeir þegar byrj­aðir með hræðslu­á­róður um skatta­hækk­anir vinstri­manna. Sjálfur skatta­flokk­ur­inn. Því hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing? Eða var það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í félagi við Fram­sókn sem hækk­aði virð­is­auka­skatt á mat­væli á síð­asta kjör­tíma­bili? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massa­vís? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem ætl­aði að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu? Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur lítið sagt um aðra. Hann er skatta­flokk­ur. En við munum ekki hækka skatta á almenn­ing í land­inu heldur munum við reka sann­gjarna skatta­stefnu.“

Sjá nánarKatrín Jakobsdóttir:„Hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing?“

Sjá einnigViðskiptaráð:200 skattahækkanir síðan 2007

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tekist á um stjórnarskrána í Silfrinu – „Þeir ráða sem mæta“

Tekist á um stjórnarskrána í Silfrinu – „Þeir ráða sem mæta“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún vill leggja niður stofnun ársins – „Kaldhæðnislegt“ segir starfsmaður

Þórdís Kolbrún vill leggja niður stofnun ársins – „Kaldhæðnislegt“ segir starfsmaður