fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Soldáninn tapar Istanbul

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. júní 2019 22:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í Grikklandi kalla menn Recep Erdogan soldáninn. Maður heyrir kuldahlátur þegar nafn hans er nefnt. Að vissu leyti er Erdogan hláleg fígúra í takmarkalausri valdagræðgi sinni, en hann er líka hættulegur maður. Nú á síðari hluta valdatíma hans hafa ögranir í garð Grikkja fært mjög í vöxt í Eyjahafinu. Það er sorglegt, því samskipti Grikklands og Tyrklands voru orðin býsna góð á fyrstu árum aldarinnar. En Erdogan þarf sífellt að sýna mátt sinn og megin.

Úrslitin í kosningunum í Istanbul í gær eru gríðarlegt fagnaðarefni. Stjórnarandstaðan sigraði naumlega í kosningunum sem voru haldnar í mars. Erdogan sætti sig ekki við úrslitin, boðaði til nýrra kosninga. Nú er ljóst að stjórnarandstaðan sigrar með miklu meiri mun en í fyrri kosningunum. Þá var munurinn 13 þúsund atkvæði, nú meira en 700 þúsund. Ekrem Imamoglu verður borgarstjóri í Istanbul. Hann er nú talinn helsta von lýðræðisaflanna í Tyrklandi.

Lýðræðið hefur ekki alveg verið drepið í Tyrklandi. Það er búið að fangelsa blaðamenn, dómara, kennara, fræðimenn, stjórnarandstæðinga í hernum. Tyrkneskir vinir mínir fara mjög varlega með að tjá sig um pólitík á samskiptamiðlum – ólíkt því sem var fyrir nokkrum árum. Samt vann Imamoglu – þrátt fyrir að hann hefði miklu minni aðgang að fjölmiðlum en frambjóðandi AKP, flokks Erdogans.

Úrslitin í Istanbul sýna líka að Erdogan er í ákveðnum vandræðum. Efnahagsástandið fer síversnandi, verðbólga er mikil og atvinnuleysi fer vaxandi. Erdogan notar aðferðir pópúlista og kennir vondum útlendingum um. En það er spurning hversu lengi það dugir, það er farið að örla á efasemdum um hann innan hans eigin flokks. Það var mikil skyssa hjá Erdogan að láta endurtaka kosningarnar í Istanbul – úrslitin eru mikið högg fyrir hann. Allt í einu virkar Erdogan veiklaðri en áður; það er vont fyrir þann sem þráir að verða einræðisherra.

Farið er að ræða um Imamoglou sem hugsanlegan frambjóðanda í kosningum sem verða þó varla fyrr en 2023. Hann fær þá einkunn víða í fjölmiðlum að hann sé maður sátta og sanngirni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?