fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 11:20

Menntamálaráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agi og bekkjarstjórnun eru stærra viðfangsefni í íslenskum skólum en á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar eru ógnanir og svívirðingar gegn starfsfólki skóla sjaldgæfari hér en á hinum Norðurlöndunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu en þar er greint frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar, TALIS, á viðhorfum kennara og skólastjórnenda til starfa sinna. Spurningarnar voru lagðar fyrir vorið 2018 og niðurstöður rannsóknarinnar kynntar núna í vikunni. Ísland tók nú átt í TALIS í þriðja sinn. Kennarar og skólastjórar á unglingastigi allra grunnskóla hérlendis voru í úrtaki könnunarinnar og var svarhlutfallið um 75%.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi:

  • Tækifæri til þess að gera gagn í samfélaginu og hafa áhrif á þroskaferil barna og ungmenna höfðu mest áhrif á ákvarðanir þátttakenda um að gerast kennarar. Einkenni starfsins, samfelldur starfsferill eða trygg afkoma höfðu að meðaltali meiri áhrif í öðrum þátttökulöndum.
  • Íslenskir kennarar hafa meiri trú á sjálfum sér en aðrir kennarar á Norðurlöndum varðandi það að glæða áhuga nemenda sem eru áhugalitlir um námið, nota mismunandi námsmatsaðferðir og leggja góð verkefni fyrir nemendur.
  • Íslenskir kennarar eru á heildina á litið ánægðir með starf sitt, en eru síður ánægðir með laun sín og viðhorf þjóðfélagsins til kennarastarfsins í samanburði við önnur þátttökulönd.
  • Agi og bekkjarstjórnun eru stærra viðfangsefni í íslensku skólakerfi en gerist á hinum Norðurlöndunum. Ógnanir eða svívirðingar gagnvart starfsfólki skóla eru þó sjaldgæfari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.
  • Íslenskir kennarar og skólastjórar virðast almennt taka meiri þátt í starfsþróunarverkefnum en gerist á Norðurlöndunum. Báðir hóparnir telja sig þó hafa meiri þörf fyrir þátttöku í slíkum verkefnum. Kennarar sækjast eftir verkefnum tengd bekkjarstjórnun, námsmatsaðferðum og kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi.
  • Íslenskir kennarar kalla eftir meiri eftir þjálfun í kennslu fjöltyngdra nemenda og nemenda með fjölmenningarlegan bakgrunn. Hlutfall skóla með fjölbreytta nemendahópa er svipað hér og á hinum Norðurlöndunum, en hérlendis telja kennarar og skólastjórar meiri þörf á slíkri þjálfun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að