fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Útgerðarfélög krefja ríkið um bætur vegna makrílkvóta – Allt að 35 milljarða kröfur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 07:59

Makríllinn virðist ætla að verða ríkinu dýr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögmanni hafa borist stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta frá 2011 til og með 2014. Kröfurnar gætu hlaupið á tugum milljarða þegar upp verður staðið og hafa 35 milljarðar verið nefndir í þessu sambandi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að ríkislögmaður hafi staðfest að stefnur hafi borist embættinu vegna úthlutunar makrílkvóta en ekki væri búið að þingfesta þær. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að stefnurnar séu frá stórum og meðalstórum útgerðum.

Ekki fengust upplýsingar um hversu margar stefnur hafa borist eða upphæð þeirra.

Í byrjun desember á síðasta ári komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið bæri bótaskyldu vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna úthlutunar ríkisins á makrílkvóta.

Fréttablaðið hefur eftir Axel Helgasyni, formanni stjórnar Landssambands smábátaeigenda, að sex fyrirtæki hið minnsta ætli sé að sækja bætur. Haft er eftir honum að makrílkvótinn sé 65 til 100 milljarða virði og því er um háar fjárhæðir að ræða. Hann segist telja að fyrirtækin, sem hyggjast sækja bætur til ríkisins, geti fengið um 35 milljarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum