fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Eyjan

Páll Magnússon um þriðja orkupakkann: „Öllum efasemdum mínum var mætt“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. apríl 2019 14:07

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon er á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa undanfarna mánuði viðrað miklar efasemdir um að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag segist hann ekki vera búinn að skipta um skoðun þrátt fyrir að forsendurnar fyrir innleiðingunni  ekki lengur hinar sömu og hann var áður andvígur.

Alþingi á seinasta orðið“

Í frétt Morgunblaðsins í desember síðastliðnum kom fram að minnst sex þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hefðu lýst yfir efasemdum sínum varðandi það Alþingi samþykki þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn.

Þing­menn­irn­ir auk Páls voru þeir Jón Gunn­ars­son, Brynj­ar Ní­els­son, Njáll Trausti Friðberts­son og Óli Björn Kára­son auk þess Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fjallaði um málið með gagn­rýn­um hætti. Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í mars á seinasta ári  ályktaði gegn því að frek­ara vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um væri fram­selt úr landi.

„Það gerir mig fyrirfram mjög tortrygginn ef það er eitthvað sem hugsanlega skerðir óskorað forræði okkar yfir því tvennu sem skapar sérstöðu okkar gagnvart öðrum Evrópulöndum; það er að segja fiskveiðarnar okkar, sjávarútvegurinn og síðan orkumálin,“ sagði Páll meðal annars í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í nóvember síðastliðnum. Þá sagðist hann ekki vera búinn að taka endanlega afstöðu til málsins, hann vildi fá að kynna sér öll gögn og fá svör við mögulegum afleiðingum þess að hafna þriðja orkupakkanum.

„Það er nú bara þannig að það er Alþingi sem á síðasta orðið. Og það er auðvitað í höndum Alþingis að segja já eða nei. Þetta er ekki þannig að ríkisstjórnin per se eða embættismenn taki einhverjar ákvarðanir og stilli svo Alþingi upp fyrir framan það. Ef Alþingi vill segja nei þá segir Alþingi nei.“

Stjórnarskrárvandinn ekki lengur til staðar

Í fyrrnefndum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag nefnir Páll þrjár helstu ástæður þess að hann var andvígur innleiðingu orkupakkans. Nefnir hann að í fyrsta lagi „voru uppi vel rökstuddar efasemdir um að það valdaframsal sem fælist í innleiðingunni stæðist íslensku stjórnarskrána.“ Í öðru lagi „komu fram áhyggjur af því að íslensk stjórnvöld hefðu ekki endanlegt ákvörðunarvald um það hvort sæstrengur til raforkuflutnings yrði lagður milli Íslands og Evrópu.

Þriðja ástæðan að sögn Páls var sú að „ekki virtist ljóst hvort Ísland yrði með einhverjum hætti undirselt sameiginlegri raforkupólitík Evrópu.“

Páll ítrekar að hann hafi ekki skipt um skoðun varðandi innleiðingu orkupakkans.

Í fyrsta lagi er nú búið þannig um hnút­ana að stjórn­ar­skrár­vand­inn er ekki leng­ur til staðar – að mati sömu var­færnu fræðimann­anna og ég fylgdi að mál­um þegar þeir sögðu að hann væri fyr­ir hendi.

Í öðru lagi er nú hafið yfir all­an vafa að það verður eng­inn sæ­streng­ur lagður til raf­orku­flutn­ings án þess að Alþingi taki um það sér­staka ákvörðun.

Í þriðja lagi er nú al­veg á hreinu að á meðan eng­inn er sæ­streng­ur­inn hef­ur raf­orkupóli­tík í Evr­ópu, á borð við þá sem snýr t.d. að verðlagn­ingu, ekk­ert gildi og enga þýðingu á Íslandi. Með öðrum orðum: inn­leiðing 3. orkupakk­ans leiðir ekki af sér hærra raf­orku­verð til not­enda á Íslandi.

Og nú spyr ég sjálf­an mig: skipti ég um skoðun? Svarið er aft­ur nei. Öllum efa­semd­um mín­um var mætt. Og ég er spurður: stang­ast þetta ekki á við álykt­un síðasta lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins um þessi mál? Enn er svarið nei. Sú álykt­un var svohljóðandi: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafn­ar frek­ara framsali á yf­ir­ráðum yfir ís­lensk­um orku­markaði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins.“ Ekk­ert af þeim þing­mál­um sem nú liggja fyr­ir um 3. orkupakk­ann fel­ur í sér að gengið sé gegn þess­ari álykt­un. Af sam­töl­um mín­um við sjálf­stæðis­fólk á fyrr­nefnd­um lands­fundi réð ég að flest­ir höfðu áhyggj­ur af 3. orkupakk­an­um af sömu eða svipuðum ástæðum og ég rakti hér að fram­an. Þær áhyggj­ur eru óþarfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni