fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ríkissjóður eignast Farice að fullu og kaupir hlut í Neyðarlínunni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa skrifað undir samkomulag um að Landsvirkjun framselji 33,2% eignarhlut í Farice ehf. og 7,9% eignarhlut í Neyðarlínunni ohf. til ríkissjóðs. Matsverð eignarhlutar í Farice er um 9,2 milljónir evra og í Neyðarlínunni um 12,5 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu.

Íslenska ríkið hefur skilgreint fjarskiptasambönd til útlanda sem innviði og eru kaupin gerð í ljósi þess.

Farice var stofnað árið 2002 og rekur gagnastrengina Farice og Danice. Eftir framsalið verður Farice að fullu í eigu íslenska ríkisins. Neyðarlínan sér um rekstur neyðarnúmersins 112. Neyðarlínan sér einnig um rekstur Vaktstöðvar siglinga og fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi. Íslenska ríkið mun eftir framsalið eiga 81,5% í Neyðarlínunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn