fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Besti fótboltavöllur bernskunnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef tekið er mið af bílunum sem eru á myndinni myndi maður ætla að þessi ljósmynd sé tekin í kringum 1950 eða svo. Hún birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir en þar segir ekkert um tilurð hennar. Myndin er greinilega tekin út um glugga á Landakotsspítala, yfir Túngötu. Þarna sést húsalengjan við Hávallagötu, glæsileg hús sem þarna eru væntanlega nýbyggð – þarna bjó nokkuð af efnafólki. Ég man sérstaklega eftir útgerðarmanninum Tryggva Ófeigssyni. Hann var með stóran hatt og átti stóran amerískan bíl með vængjum.

Ég man eftir íbúunum í næstum hverju einasta húsi í þessu hverfi – stundum geng ég þarna um og rifja þá upp þangað til það verður nánast íþyngjandi.

Þarna er Landakotskirkjan á vinstri hönd og Landakotsskóli á hægri hönd. Myndin hefur aðallega gildi fyrir mig vegna þess að hún sýnir hvernig þetta svæði leit út þegar ég var krakki. Þetta var nefnilega besti fótboltavöllur æsku minnar. Túnið var slétt, það grænkaði snemma á vorin, þetta var mátulega stórt pláss. Girðingarnar voru líklega öðruvísi þá.

Svo var reist nýbygging við kirkjuna fyrir biskup kaþólsku kirkjunnar og presta og þá hvarf túnið góða. En það var heldur ekki alveg átakalaust að vera þarna í fótbolta. Séra Georg átti það til að koma út og reka okkur iðkendurna burt. Fyrir vikið var okkur mjög í nöp við karlinn.

En þau voru mörg yndisleg sumarkvöldin þarna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum