fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Vaxtalækkanir eru forsenda samninga – en þeim er ekki hægt að lofa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega alveg rétt hjá Þorsteini Víglundssyni – ríkisstjórn getur ekki lofað því að Seðlabankinn lækki vexti. Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun, mikil áhersla er lögð á það. Nýskeð var auglýst eftir nýjum seðlabankastjóra – það gefur fyrirheit um að tíma pólitískra ráðninga í Seðlabankanum sé alveg lokið. Seðlabankinn hefur verið undir stjórn fagmanna frá því eftir hrun. Og þótt vinsælt sé að hallmæla Má Guðmundssyni, þá virðist hann satt að segja hafa staðið sig nokkuð vel í embætti.

Í lífskjarasamningnum sem var kynntur í gærkvöldi er talað um lægri vexti sem eina af forsendunum. Í tilkynningu Eflingar segir beinlínis að samningnum verði sagt upp ef vaxtalækkanir verði ekki að raunveruleika.

En þetta ræðst náttúrlega af verðbólguþróun og aðstæðum í hagkerfinu. Ekki einu sinni Erdogan í Tyrklandi hefur getað stjórnað vaxtaákvörðunum Seðlabankans þar í landi, þótt hann sé sífellt að fárast yfir háu vaxtastigi.

Hins vegar er ekkert að því að segja að stuðla skuli að vaxtalækkun, eins og gerir í kynningu Samtaka atvinnulífsins á samningnum. Þetta er reyndar býsna áhugavert og vel framsett plagg þar sem eru kynntar ýmsar hliðar samningsins með myndrænum hætti.

Og hvað varðar vextina er þarna vitnað í viðtal við Gylfa Zoega, nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, úr Silfrinu síðasta sunnudag. Þarna eru fyrirheit um vaxtalækkanir, að gefnum skilyrðum – en þeim er ekki lofað, enda er slíkt ekki hægt. Óneitanlega er settur þarna ákveðinn pólítískur þrýstingur á hinn óháða Seðlabanka.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben