fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Eyjan

Icelandair hækkar miðaverð um 100% í kjölfar falls WOW air: „Það tók hvað, 11 sekúndur hjá þeim?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. mars 2019 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hækkaði miðaverð á völdum leiðum sínum í morgun, í kjölfar frétta að WOW air, eini íslenski samkeppnisaðilinn, væri að hætta starfssemi sinni. Það var óumflýjanlegt að miðaverð hækkaði í kjölfar falls WOW, enda hefur Icelandair verið að borga með þeim flugleiðum sem WOW flaug einnig, um cirka 7000 krónur hið minnsta í vissum tilfellum. Hækkunin virðist þó nema mun hærri upphæðum.

Á samfélagsmiðlum keppist fólk við að hneykslast á hækkunum, en sumar þeirra nema yfir 100 prósentum líkt og Eyjan fékk ábendingu um:

„JÆJA, ÞÁ VITUM VIÐ ÞAÐ… SVONA BREGST ICELANDAIR VIÐ FALLI WOW. FLUG TIL BRUSSEL SEM Í FYRRADAG KOSTAÐI 24.00 KOSTAR Í DAG 47.133“

Annar segir:

„Og Icelandair er þegar búið að hækka verð á flugum í sumar á leiðum þar sem WOW var með samkeppni. Það tók hvað, 11 sekúndur hjá þeim. Hafa verið með allar hækkanir klárar og bara þurft að keyra uppfærslu á verðum um leið og tilkynning um þrot barst frá WOW.“

Og annar:

„Icelandair sýnir sitt rétta andlit gagnvart þjóðinni og hækkar flugfargjöld upp úr öllu valdi þegar þúsundir manns eru strandaglópar um allan heim. Ég horfði á flugfargjald frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur fara úr 28 þús. og upp í 76 þús. Á nokkrum mínútum. Á annarri dagsetningu er sami leggur á 130 þús. Vel gert #Icelandair“

 

DV greindi frá því í fyrradag að Icelandair væri þegar tekið til við að hækka miðaverð sín.

Þannig var ódýrasta fargjald með Icelandair til Kaupmannahafnar næstkomandi föstudag á 83.715 krónur. Það var svokallaður Flex miði þar sem innritaður farangur er ekki innifalinn. Ódýrasta fargjaldið með WOW Air þennan dag til Kaupmannahafnar var 14.255 kr.

Það er sömuleiðis ódýrasta fargjaldið, svokallað Basic, þar sem greiða þarf aukalega fyrir innritaðan farangur. Reyndar kostuðu flugmiðarnir enn minna hjá WOW dagana á undan.

Sjá nánar: Fargjöld rjúka upp:Kostar 84 þúsund aðra leið til Köben með Icelandair

Eðlilegar skýringar

Miðaverð hjá Icelandair hefur rokið upp í morgun eftir að fréttist af falli WOW air. Hefur þetta vakið hörð viðbrögð sumra á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, á þetta sér eðlilegar skýringar:

„Hækkun fargjalda í kerfunum hjá okkur er eingöngu vegna þess að allar vélar hjá okkur eru allar að fyllast og einungis sæti á efsta klassa laus.“

Icelandair mun aðstoða

Ásdís segir einnig að Icelandair muni aðstoða þá farþega WOW sem eru strandaglópar erlendis:

„Við munum hins vegar bjóða sérstök afsláttarfargjöld fyrir farþega WOW sem þurfa að komast til síns heima. Hægt verður að bóka þessi fargjöld í gegnum þjónustuverið okkar. Forgangur okkar er að aðstoða við að koma þeim farþegum og áhöfnum til síns heima sem á þurfa að halda.“

segir Ásdís, og nefnir að Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem skýrast muni á næstu mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni