fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Segir „sáralitlu“ skipta hvort WOW fari á hausinn eða ekki og blæs á afleiðingarnar: „Fráleit vitleysa“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, telur litlu máli skipta hvort WOW air fari í gjaldþrot eða ekki, en tilkynnt var í dag að samið hafi verið við kröfuhafa um að breyta skuldum félagsins í hlutfé:

„Mér finnst leiðinlegt að segja ykkur það, nú þegar fólk fylgist með dauðastríði WOW eins og væri það spennandi framhaldsþáttur; en það skiptir sára litlu hvort WOW fari á hausinn og önnur fyrirtæki taki yfir þann hluta af starfseminni sem stendur undir sér eða hvort WOW lifi af og aðlagi sig í framtíðinni að þeim hluta starfseminnar sem stendur undir sér. Breytir sáralitlu fyrir ykkur eða þjóðarbúið. Kröfuhafarnir hafa þegar tekið yfir stjórn WOW, eins og ef félagið væri komið til skipta. WOW hefur þegar fellt niður þær ferðir sem síst stóðu undir sér, fækkað vélum og sagt upp fólki.“

Hann segir hinsvegar hámark vitleysunnar að fresta kjaraviðræðum vegna stöðu WOW:

„Að fresta kjaraviðræðum meðan beðið er eftir einhverjum úrslitum fyrir atvinnu- og efnahagslífið er svo hámark vitleysunnar, byggt á vísvitandi oftúlkun á mikilvægi þess hver verði örlög WOW sem fyrirtækis. Það eru 22 flugfélög sem fljúga til Íslands og fráleitt að halda því fram að fall eins þeirra, þótt stórt sé, valdi hér djúpstæðu kerfishruni; fráleit vitleysa.“

Nefnt hefur verið að áhrif gjaldþrots WOW air gætu falið í sér aukna verðbólgu að sem nemur rúmum þremur prósentum og verðbólgan fari í fyrsta skipti upp fyrir 5 prósent frá 2012. Einnig, að skuldir heimilanna gætu aukist um 51 milljarð króna sökum verðtryggingarinnar, líkt og Vilhjálmur Birgisson benti á í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?