fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Jón Steinar: „Kannski Benedikt vilji sýsla um meira en það sem undir hann heyrir?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 20:20

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að Benedikt Bogason, formaður dómstólasýslunnar, teygi sig fulllangt yfir mörkin í gagnrýni sinni á þá sem kröfðust þess að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu til yfirréttar hans, líkt og Morgunblaðið greindi frá í morgun.

Þar sagði Benedikt að honum þætti að Sigríður Andersen og fleiri hafa farið „nokkuð geyst fram.

Jón Steinar segir:

„Benedikt Bogason hæstaréttardómari er formaður dómstólasýslunnar. Það vekur athygli að sú sýslan skuli láta uppi skoðun á því hvort ráðherra eigi að biðja um álit yfirdeildar MDE í máli Íslands sem dæmt var á dögunum. Kannski Benedikt vilji sýsla um meira en það sem undir hann heyrir? Hann er áreiðanlega mótfallinn því að reynt verði að hnekkja undarlega dóminum frá MDE.“

Fljótur að hugsa

Þá hnýtir Jón Steinar í Benedikt vegna annars máls er varðar þá tvo, en litlir kærleikar eru milli Jóns og Benedikts eftir að sá síðarnefndi  stefndi Jóni fyrir meiðyrði í bókinni „Með lognið í fangið- um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ hvar Jón Steinar sakaði Hæstarétt um „dómsmorð“ í dómi sínum gegn Baldri Guðlaugssyni, sem dæmdur var vegna innherjasvika árið 2012.

Sjá nánar: Jóni Steinari stefnt af Benedikt Bogasyni fyrir meiðyrði

Um þetta segir Jón Steinar:

„Svo lætur hann uppi þá skoðun í Morgunblaðinu, að ráðherra hafi farið nokkuð geyst fram í málinu, þó að fyrir liggi að engin ákvörðun um þessa beiðni hafi verið tekin. Að minnsta kosti er þegar orðið ljóst að meiri tími hefur verið tekinn í ákvörðunina en Benedikt tók sjálfur í höfðun meiðyrðamáls á mánudegi vegna bókar sem komið hafði út fimmtudaginn á undan. En hann er nú svo fljótur að hugsa hann Benedikt!“

Sýslaði við sjálfan sig

Að lokum fær Benedikt sneið frá Jóni Steinari vegna fræðigreinar sem hann ritaði um takmarkanir á tjáningarfelsi í þágu dómstóla, en Jón Steinar segir að með því hafi Benedikt „sýslað“ við sjálfan sig:

„Svo er hann líka búinn að birta fræðigrein í afmælisriti Stefáns Más áttræðs þar sem hann fjallar um sakarefnið í málinu sem hann sjálfur höfðaði. Þar sýslaði hann við sjálfan sig. Kannski málflytjandi hans, sem svo vill til að er sá sami og vísaði kærumálinu til Róberts Spanó og félaga, geti vitnað í greinina við hinn munnlega málflutning, sem fram mun eiga að fara á næstu vikum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi