fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Aþena gengur í endurnýjun lífdaga

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aþena er býsna hrá borg og ekki alltaf fögur og eftir kreppuna upplifði borgin skelfilega tíma. Verslanir lokuðu unnvörpum, það var neglt fyrir glugga og dyr og út um allt var veggjakrot.

En kreppur geta haft óvæntar afleiðingar. Eftir kreppu er Lissabon orðin ein eftirsóttasta borg Evrópu og nú síðustu misserin hefur risið aldeilis verið að hækka á Aþenu.

Á þessu eru ýmsar skýringar. Í kreppum þarf fólk að bjarga sér, þær geta kallað fram óvæntan sköpunarkraft.

Og verðlagið lækkar – á mat, veitingum, húsnæði. Þetta hefur haft þær afleiðingar í Aþenu að ungt fólk úr Evrópu hefur sogast þangað. Hverfi ganga í endurnýjun lífdaga.

Aþena verður seint meðal fallegustu borga í Evrópu – þótt ákveðnir hlutar hennar séu býsna þokkafullir – en hún er að upplifa menningarlega endurreisn. Húsnæðisverð er farið að hækka aftur, nýjir og spennandi veitingastaðir opna, gallerí og tónlistarstaðir. Bölmóðurinn sem var eftir kreppunna – skiljanlega – er aðeins að víkja fyrir bjartsýni.

Liður í þessu er auðvitað stóraukin ferðamennska til Grikklands. Grikkir hafa upplifað hvert metárið á fætur öðru í túrismanum. Stórar fjárfestingar eru í farvatninu líkt og endursköpun strandlengjunnar sem hefur verið kölluð aþenska rívíeran. Hið nýlega Akrópólis-safns sem opnaði inni í borginni hafði gríðarlega jákvæð áhrif á svæðið i kring.

Önnur stór fjárfesting er menningarmiðstöð sem kennd er við skipakónginn Stavros Niarchos. Þetta er stórbygging með gríðarlega stórum garði í kring og þar er meðal annars nýtt húsnæði fyrir grísku óperuna og gríska þjóðbókasafnið. Byggingin er hönnuð af hinum fræga arkitekti Renzo Piano.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður