fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 16:36

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sem fram fóru síðasta sumar. Tilefni kærunnar eru alvarlegar athugasemdir sem Persónuvernd hefur gert við átak borgarinnar í aðdraganda kosninganna til að auka kjörsókn, en borgin sendi kosningahvetjandi skilaboð til ungra kjósenda, innflytjenda með kosningarétt hér á landi og kvenna eldri en 80 ára. Er það mat Persónuverndar að sendingarnar stríði gegn lögum um Persónuvernd.

Vigdís birti fyrir stuttu mynd af kærubréfinu á Facebook og skrifaði:

„Kæran stimpluð og komin inn til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu – síðan fer hún til dómsmálaráðuneytisins fái hún ekki ásættanlega meðferð hjá sýslumanni“

Í kærunni segir meðal annars:

„Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar, nr. 5/1998 er kærufrestur 7 dagar að afliðnum kosningum. Eðli málsins samkvæmt er sá frestur löngu liðinn, en nú hefur Persónuvernd gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og aðdraganda kosninganna, sbr. úrskurður sem birtur var Reykjavíkurborg 7. febrúar s.l. og lítur kærandi svo á að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann dag.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben