fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Norður-Makedónía verður 30. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 17:00

Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Norður-Makedóníu, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við undirritunarathöfnina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag undirritaði utanríkisráðherra Norður-Makedóníu, Nikola Dimitrov, ásamt fastafulltrúum Atlantshafsbandalagsins, viðauka við stofnsáttmála bandalagsins sem markar inngöngu Norður-Makedóníu í bandalagið. Frá þessu er greint á vef utanríkisráðuneytisins, en Anna Jóhannsdóttir sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, undirritaði viðaukann fyrir Íslands hönd.

Á fundinum sem fram fór í Brussel talaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sérstaklega um þann áfanga sem stjórnvöld í Norður-Makedóníu og Grikklandi hefðu náð með að leysa deiluna um nafn landsins, með því að leggja áherslu á að horfa til framtíðar og ná samstöðu um leiðina áfram veginn.

Dimitrov, utanríkisráðherra Norður-Makedóníu, áréttaði mikilvægi þess að vera kominn í hóp náinna samstarfsríkja og vinaríkja sem ríkið ætti heima í, en auk þess héldi Norður-Makedónía nú áfram vinnu sinni í átt að aðild að Evrópusambandinu.

Norður-Makedónía tekur nú sæti á fundum Atlantshafsbandalagsins sem áheyrnarríki og verðandi bandalagsríki þar til viðaukinn hefur verið fullgiltur í öllum ríkjum þess. Undirbúningur þinglegrar meðferðar vegna fullgildingarinnar er þegar hafinn hérlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum