fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Útboð Garðabæjar á líkamsræktaraðstöðu stöðvað af kröfu Sporthallarinnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 18:00

Frá Garðabæ. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útboð Garðarbæjar á líkamsræktaraðstöðu við íþróttamiðstöðina við Ásgarð hefur verið stöðvað. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar útboðsmála frá því í gær.

Sporthöllin ehf. kærði útboðið í nóvember en Garðabær hafði metið tilboð Sporthallarinnar ógilt og ákveðið að ganga til samninga við Laugar ehf.

Garðabær óskaði eftir umsóknum í október 2017.  Auglýst var eftir aðilum til að „taka þátt í uppbyggingu og rekstri, fjármögnun og byggingu aðstöðu til líkamsræktar í og við íþróttamiðstöðina í Ásgarði í Garðabæ.“

Um þrepaskipt útboð var að ræða, þ.e. fyrst færi fram forval svo hugmyndavinna og að lokum tilboðsgerð og samningur.

Eftir hugmyndavinnu voru þrír aðilar metnir hæfir til áframhaldandi þátttöku, þar á meðal Sporthöllin og Laugar.

Bæði Laugum og Sporthöllinni var boðið að gera tilboð í verkefnið og skyldu tilboðin byggja á tillögum sem lagðar voru fram í hugmyndavinnunni. Garðabær gerði sérstaka skilmála fyrir tilboðsgerðinni, um að byggt yrði á tillögum úr hugmyndavinnu, sérstök dómnefnd skyldi meta tilboð þátttakenda og að gengið yrði að hagstæðasta tilboðinu sem uppfyllti kröfur útboðsgagna, eða öllum tillögum yrði hafnað.

Samningurinn átti að vera til 20 ára með mögulegri framlengingu til 5 ára í senn. Sporthöllin skilaði inn hagkvæmari tilboði, en brugðið var frá tillögum úr hugmyndastigi þar sem Sporthöllin hafði áður, meðal annars, ofmetið byggingarkostnað. Þessi frávik urðu til þess að Garðabær mat tilboð Sporthallarinnar ógilt og gengið var til samninga við Laugar í staðinn.

Sporthöllin kærði þessa ákvörðun.

Kærunefndin taldi að með útboðinu hefði verið stefnt að gerð sérleyfissamnings í skilningi laga um opinber innkaup.  Samkvæmt þeim lögum hefði Garðabær átt að meta verðmæti sérleyfissamningsins til að sjá hvort þeim bæri skylda til útboðs á Evrópska Efnahagssvæðinu. Kærunefnd mat að sú skylda hefði verið til staðar og því hefði att að tilkynna um veitingu sérleyfis með opinberum hætti á Evrópska Efnahagssvæðinu. Slík auglýsing átti sér ekki stað og því var fallist á kröfu Sporthallarinnar og útboðið stöðvað um stundarsakir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum