fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kári þjarmar að Degi borgarstjóra: „Ef þú gerir það ekki ertu í raun réttri búinn að játa glæpinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar, lætur Dag B. Eggertsson finna til tevatnsins í grein sinni í Fréttablaðinu í morgun. Tilefnið er eyðing tölvupósta í braggamálinu, sem Kári segir ekki vera neina slysni, heldur af yfirlögðu ráði borgarstjóra:

„Nú skaut sams konar vandamál upp kollinum á skrifstofu þinni þegar þú lést eyða tölvupóstum sem gengu milli þín og Hrólfs sem var yfirmaður eignasýslu borgarinnar. Þetta er sami Hrólfur og hefur lýst því yfir að hann beri ábyrgð á braggasukkinu við Nauthólsvík. Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt, það var ekki bara einhver sem af slysni ýtti á takka, vegna þess að sömu póstum var eytt af eftirritunardiskum. Það var greinilega einbeittur vilji að baki eyðingu póstanna.“

Kári nefnir að eyðing tölvupóstanna stangist á við heilbrigða skynsemi og hafi verið fáránlegt axarskaft. Hann líkir málinu við Iran-Contra hneykslið í tíð Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta á 9. áratugnum, þegar yfirmaður í bandaríska hernum, Oliver North, stundaði ólöglega vopnasölu við Níkaragva og reyndi að eyða gögnum þar um.

Kári nefnir einnig að það varði við lög að eyða gögnum með slíkum hætti:

„Sú skýring sem þú veittir upphaflega á því að póstunum hafi verið eytt var sú að Hrólfur ynni ekki lengur hjá borginni. Þetta mátti sem sagt skilja sem svo að þér þætti það ósköp eðlilegt að þegar menn í opinberum störfum hyrfu frá þeim væri tölvupóstum sem lúta að vinnu þeirra eytt. Mér skilst að þetta stangist jafnvel á við lög og gerir það í það minnsta við heilbrigða skynsemi og er aldeilis fáránlegt af stjórnmálamanni að láta herma upp á sig þvílíkt axarskaft. Það er nefnilega næsta víst að það gæti ekkert það verið í tölvupóstunum eyddu sem væri verra fyrir þig en að vera staðinn að því að eyða þeim.“

Þá nefnir Kári að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hafi staðfest að eyðing tölvupósta hefði farið fram, þó svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, hafi haldið öðru fram. Kári segist ekki hafa ímyndunarafl í að nefna aðra ástæðu fyrir eyðingu tölvupóstanna sem ekki teldist annarleg.

Kári telur að enn sé tími fyrir borgarstjóra til að laga ástandið, þar sem póstarnir milli Dags og Hrólfs sitji að „öllum líkindum“ enn í harða drifinu á tölvu borgarstjóra og fagmenn þyrftu ekki langan tíma til að endurheimta þá, ellegar hafi hann „játað“ glæpinn:

„Það væri ekki bara skynsamlegt heldur sjálfsagt að þú létir sækja tölvupóstana þannig að borgarbúar sjái að það sé ekkert óhreint í því pokahorni. Ef þú gerir það ekki ertu í raun réttri búinn að játa glæpinn og segja okkur að í póstunum hafi verið nokkuð það sem þoli ekki dagsins ljós og sé svo mikilvægt að fela að þú sért reiðubúinn að fórna til þess borgarstjóraembættinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki