fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Ný könnun – Meirihluti landsmanna andvígur veggjöldum: „Merkilega mikill stuðningur“ segir Sigurður Ingi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 09:32

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samsett mynd/DV/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 56,1 prósent aðspurðra sögðust andvígir veggjöldum í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birt var í dag. Hinsvegar er einn af hverjum þremur frekar hlynntur, eða hlynntur veggjöldum til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins.

„Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir. Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða. Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“

segir Sigurður Ingi við Fréttablaðið.

Eru niðurstöðurnar ekki ósvipaðar könnun MMR frá því í maí 2017, þar sem tæp 56% aðspurðra sögðust andvígir veggjöldum.

Sjá nánar: Meira en helmingur Íslendinga á móti veggjöldum – Talsverður munur eftir búsetu

 

Þeir sem segjast mjög andvígir veggjöldum í könnun Fréttablaðsins eru 32,6 prósent, en 9,8 prósent eru mjög fylgjandi.

Stuðningurinn er mestur á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, eða frá 39-41 prósent.

Minnstur er stuðningurinn við veggjöldin á Suðurlandi (74%) og á Reykjanesi (70%).

Þá eru 54 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins mótfallnir veggjöldum, en 34 prósent hlynntir.

Þá segir einnig að fólk sem lokið hafi framhaldsskólanámi sé hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent.

Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og var svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu.

 

Af innsendum umsögnum um samgönguáætlun sögðust 93% vera andvíg veggjöldum, en aðeins 7% hlynnt, í frétt Eyjunnar frá 9. janúar.

Sjá nánarAðeins 7 prósent styðja veggjaldaáætlun – Umsagnir aldrei verið fleiri

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum