fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Leiguverð hækkaði meira en íbúðaverð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis jókst um 3% árið 2018 frá fyrra ári. Þar af var 5,3% aukning á höfuðborgarsvæðinu frá árinu áður og 7,4 % í þéttbýliskjörnum næst höfuðborgarsvæðinu, auk Akureyrar. Hins vegar mælist 12,4% samdráttur á öðrum svæðum á landinu milli áranna 2018 og 2019. Velta með íbúðir nam rúmlega 482 milljörðum króna á árinu 2018 sem er um 6,8% veltuaukning frá fyrra ári. Viðskipti með íbúðir í fjölbýli voru um 70,2% af heildaríbúðaviðskiptum árið 2018, samanborið við 67,8% árið áður og 67,2% árið 2016.

 Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað hlutfallslega meira en íbúðaverð undanfarið ár

Árshækkun vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 9,2% í nóvember. Til samanburðar hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 6%. Þetta er níundi mánuðurinn í röð þar sem árshækkun leiguverðs mælist meiri en árshækkun íbúðaverðs.

Virkur leigumarkaður í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins

Leigumarkaður reynist vera hvað virkastur í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins. Í nóvember var 19% allra þinglýstra leigusamninga á landinu öllu vegna leigusamninga á svæðinu vestan við Kringlumýrarbraut að Seltjarnarnesi. Flestir samningar á því svæði voru vegna tveggja herbergja íbúða og var meðalfermetraverð slíkrar íbúðar rúmlega 3.000 kr.

Óverðtryggð íbúðalán heimilanna fara áfram vaxandi

Nýjustu tölur yfir ný íbúðalán heimilanna sýna að aukning í heildarupphæðum óverðtryggðra lána frá mánuðinum á undan heldur áfram, líkt og verið hefur frá því í septembermánuði. Í nóvember síðastliðnum námu ný óverðtryggð íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, alls um 17,6 milljörðum króna. Þetta er stærsti einstaki útlánamánuður slíkra lána til heimila frá því að bankar hófu að bjóða slík lán að einhverju marki í byrjun árs 2010 og lífeyrissjóðir um fimm árum síðar. Hrein ný verðtryggð íbúðalán drógust hins vegar í heild saman um 2,9 milljarða króna í nóvember, þ.e.a.s. umfram- og uppgreiðslur eldri verðtryggðra íbúðalána voru hærri en ný verðtryggð lán heimilanna sem þeirri upphæð nemur. Hlutdeild óverðtryggðra lána var því um 120% í hreinum nýjum íbúðalánum fjármálastofnana til heimilanna í nóvember.

Vextir verðtryggðra lána hafa almennt lækkað

Ef horft er til þróunar vaxta á verðtryggðum íbúðalánum á undanförnum mánuðum kemur í ljós að vextir hafa annaðhvort staðið í stað eða lækkað um allt að 0,2 prósentustig frá því í september síðastliðnum, að undanskildum einum lánveitanda. Sú þróun hefur þó aðeins verið á lánum með breytilega vexti þar sem fastir verðtryggðir vextir sem í boði eru út lánstímann hafa heilt yfir verið óbreyttir frá því í september 2017. Hagstæðustu breytilegu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum til heimilanna sem í boði eru um þessar mundir eru um 2,5% en 3,5% á föstum vöxtum út lánstímann.

Samanburður á nafnvöxtum verðtryggðra og óverðtryggðra íbúðalána

Samanburð á þróun vaxta verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána er annaðhvort hægt að gera með því að reikna út raunvexti óverðtryggðu lánanna (raunvextir=nafnvextir-verðbólga) og bera þá saman við nafnvexti verðtryggðra lána eða með því að bæta verðbólgunni ofan á verðtryggðu vextina og bera saman við óverðtryggða nafnvexti. Á meðfylgjandi myndinni má sjá síðarnefnda samanburðinn frá byrjun árs 2010 fram til janúar 2019. Í hverri mælingu fyrir sig er notast við hagstæðustu vaxtakjörin sem í boði hafa verið á hinum almenna húsnæðislánamarkaði í hverju sinni innan þessara tveggja lánaflokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að