fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Góða skemmtun á lagadaginn

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari. Mynd/Pressphotos.biz

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Boðað hefur verið til „lagadags“ 27. apríl n.k. Sá dagur er haldinn árlega. Þar er
fjallað um lögfræðileg viðfangsefni og þá ekki síst þau sem efst hafa verið á
baugi í samfélaginu á þeim tíma er lagadagur er haldinn. Einhvern tíma var talið
áhugavert að fá til framsögu lögfræðinga sem látið hefðu í ljós mismunandi
skoðanir á þeim lögfræðilegum málefnum sem til stæði að ræða um. Þannig
væri von til þess að málin yrðu skoðuð frá mismunandi sjónarmiðum.
En öllu má nú ofgera.

Meðal umræðuefna nú er „skipun dómara“. Þar eiga þátttakendur að verða
Benedikt Bogason hæstaréttardómari, Björg Thorarensen prófessor, Ragnhildur
Helgadóttir forseti lagadeildar HR, Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður
Dómarafélags Íslands og Reimar Pétursson formaður LMFÍ. Í ljós kemur í
fundarboði að til standi að ræða um lagareglu sem kom inn í lög 2010, þar sem
dómurum er sjálfum falið alræðisvald um val á nýjum dómurum. Síðan á líka að
ræða fyrirkomulagið á vali dómara í Landsrétt, sem olli svo miklum deilum
núna í vetur og olli því að tillaga um vantraust var flutt á hendur ráðherra
dómsmála. Minnast menn þess líklega að Hæstiréttur neytti aflsmunar til að ná
sér niðri á ráðherranum sem ekki hafði viljað lúta vilja dómarahópsins í einu og
öllu.

Það blasir við að þessi hópur frummælenda mun á lagadaginn takast hart á. Ef
satt skal segja hafði ég löngun til að mæta og taka þátt í fræðilegri umfjöllun um
þetta efni, sem verið hefur mér hugstætt. En ég legg ekki í það. Það er
fyrirsjáanlegt að hver höndin verður uppi á móti annarri, þannig að ekki getur
orðið heilnæmt fyrir friðflytjendur eins og mig að verða vitni að slíku. Ég læt
því við það sitja að óska fundarmönnum góðrar skemmtunar í þeim átökum sem
fram undan eru.

Jón Steinar Gunnlaugsson er friðelskandi lögfræðingur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus