fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Langreyður í duft- eða pilluformi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli megi ekki segja að Kristján Loftsson sé ekki að setja einhvers konar heimsmet í þrjósku varðandi hvalveiðar? Hann heldur enn í hvalveiðiskipaflota sinn í Reykjavíkurhöfn. Hann hefur reynt ýmsar leiðir til að koma hvalkjöti á markað í Japan – en rekur sig hvað eftir annað á það að hvort tveggja er bann við því að flytja hvalaafurðir og svo hitt að eftirspurn eftir hval hefur minnkað mikið þar eystra. Þar hafa vaxið úr grasi kynslóðir sem hafa enga reynslu af hvalkjötsáti.

En Kristján gefst ekki upp. Maður getur varla annað en dáðst að honum fyrir þrautseigjuna. Nú er hann kominn með þá ævintýralegu hugmynd að veiða hvali og nota þá til að gera fæðubótarefni. Við getum rétt ímyndað okkur hvað það verður vinsælt í verslunum með náttúruvörur út um allan heim. Buðkar með mynd af langreyði í duft eða pilluformi. Slær örugglega í gegn? Maður gæti jafnvel séð fyrir sér óeirðir brjótast út í heilsubúðum.

Það er svo hægt að skoða þetta frá ýmsum hliðum. Til dæmis út frá því hvaða áhrif þetta gæti haft á ferðaþjónustuna og alla hvalaskoðunina í landinu. En líka því  að hvalir eru efstir í fæðukeðjunni í höfum sem illu heilli eru menguð af kvikasilfri og þrávirkum efnum. Þannig er ekki víst að sé sérlega hollt að neyta þeirra í miklu magni – og kannski ekki heldur í formi fæðubótarefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“