fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Eyjan

Langreyður í duft- eða pilluformi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli megi ekki segja að Kristján Loftsson sé ekki að setja einhvers konar heimsmet í þrjósku varðandi hvalveiðar? Hann heldur enn í hvalveiðiskipaflota sinn í Reykjavíkurhöfn. Hann hefur reynt ýmsar leiðir til að koma hvalkjöti á markað í Japan – en rekur sig hvað eftir annað á það að hvort tveggja er bann við því að flytja hvalaafurðir og svo hitt að eftirspurn eftir hval hefur minnkað mikið þar eystra. Þar hafa vaxið úr grasi kynslóðir sem hafa enga reynslu af hvalkjötsáti.

En Kristján gefst ekki upp. Maður getur varla annað en dáðst að honum fyrir þrautseigjuna. Nú er hann kominn með þá ævintýralegu hugmynd að veiða hvali og nota þá til að gera fæðubótarefni. Við getum rétt ímyndað okkur hvað það verður vinsælt í verslunum með náttúruvörur út um allan heim. Buðkar með mynd af langreyði í duft eða pilluformi. Slær örugglega í gegn? Maður gæti jafnvel séð fyrir sér óeirðir brjótast út í heilsubúðum.

Það er svo hægt að skoða þetta frá ýmsum hliðum. Til dæmis út frá því hvaða áhrif þetta gæti haft á ferðaþjónustuna og alla hvalaskoðunina í landinu. En líka því  að hvalir eru efstir í fæðukeðjunni í höfum sem illu heilli eru menguð af kvikasilfri og þrávirkum efnum. Þannig er ekki víst að sé sérlega hollt að neyta þeirra í miklu magni – og kannski ekki heldur í formi fæðubótarefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði