fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Stofnfundur klofningsframboðs í Eyjum boðaður: „Íris er stór vinkill í þessu en hún er ekki sú eina“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir Mynd-Alþingi

Boðað hefur verið til stofnfundar nýs bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Er markmiðið sagt vera að „bæta samfélagið,“ Vestmannaeyjar séu góður staður til að búa á en alltaf sé hægt að „gera betur.“

 Einn skipuleggjanda stofnfundarins, Leó Snær Sveinsson, segir við Morgunblaðið að „þung undiralda“ sé í Vestmannaeyjum. Framboðið hefur átt sér nokkurn aðdraganda, líkt og rakið hefur verið á Eyjunni. Mikil óánægja kviknaði meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum þegar ákveðið var af fulltrúaráði flokksins að hverfa frá prófkjöri til að raða á lista fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjörstillagan var felld með 28 atkvæðum gegn 26. Ekki hefur verið haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum í 28 ár. Þá telja sumir að valdatími Elliða Vignissonar bæjarstjóra sé kominn fram yfir síðasta söludag sem hefur setið í 12 ár á valdastóli.

 

Íris Róbertsdóttir hefur verið nefnd sem mögulegur oddviti nýs framboðs, en hún er fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag ekki vera forsvarsmaður framboðsins:

„Nei, það er ég ekki, en hef hins vegar hugsað mér að mæta á þennan fund.“

 

Þá er haft eftir Leó Snæ að framboðið standi hvorki né falli með því hvort Íris verði oddviti:

„Íris er stór vinkill í þessu en hún er ekki sú eina. Þetta snýst um meira en það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði