fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Aukin útlán samhliða uppgjöri lífeyrisskuldbindinga

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur ríkissjóðs aukast ekki mikið við hærri hátekjuskatt, en minnka verulega með því að hækka skattleysismörk.

Afkoma Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., LS, var í samræmi við væntingar á síðasta ári eða 777 milljónir kr. Útlán vegna uppgjörs sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum námu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs um 15 milljörðum kr. sem samsvar hefðbundnum útlánum Lánasjóðsins á tveggja ára tímabili. Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitafélaga.

Í afkomutilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að hagnaður á síðasta ári nam 777 milljónum kr. samanborið við 983 milljónir kr. árið á undan. Breytingin á milli ára  skýrist einna helst af tekjufærslu á árinu 2016 vegna endurheimta af kröfu Lánasjóðsins á hendur Glitni banka hf.

Heildareignir sjóðsins voru við árslok 2017 um 85,7 milljarðar kr. og voru heildarútlán á sama tíma um 73,5 milljarðar kr. Þá var vegið eiginfjárhlutfall var við árslok 2017 97%, en var 85% í árslok 2016.

Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2018 verði arður að fjárhæð 388 milljónir kr. greiddur til hluthafa í samræmi við arðgreiðslustefnu sjóðsins.

Hvað framtíðarhorfur í rekstri snertir, sér Lánasjóður sveitarfélaga fram á að veitt útlán á árinu 2018 verði talsvert umfram útlán síðustu ára, þar sem uppgjör lífeyrisskuldbindinga sveitarfélaga hefur sett mark sitt á starfsemi sjóðsins fyrstu mánuði ársins.

Fyrstu tvo mánuði ársins hefur Lánasjóðurinn veitt langtímalán að fjárhæð 15 milljörðum kr. og nemur skuldabréfaútgáfa sjóðsins 6,5 milljarði kr. að nafnvirði á sama tíma. Skuldabréfaútgáfa í desember 2017 nam 4,2 milljörðum kr. Útlán vegna lífeyrisskuldbindinga eru á venjubundnum 2,6% vöxtum.

Sjóðurinn mun endurskoða útgáfuáætlun sína fyrir árið 2018, en mun að öðru leyti sjóðurinn starfa með svipuðu sniði og undanfarin ár, með eflingu starfsins og aukinni þjónustu við sveitarfélögin að leiðarljósi. Væntingar stjórnenda standa til að afkoma af hefðbundinni starfsemi verði í samræmi við það sem verið hefur undanfarin ár.

LS-arsuppgjor-2017_throun-utlana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti