fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Lilja í jómfrúarræðu sinni á Alþingi: „Nauðsynlegt að komið verði á fót heimavist á höfuðborgarsvæðinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hélt rétt í þessu jómfrúarræðu sína á Alþingi. Lilja er 22 ára nemi og formaður ungra Framsóknarmanna. Lilja situr á þingi þessa vikuna fyrir Ásmund Einar Daðason.

Í jómfrúarræðu sinni fjallaði Lilja um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni geti sótt heimavist á höfuðborgarsvæðinu til þess að geta notið jafnréttis til náms.

Lilja hefur einnig lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að menntamálaráðherra beiti sér fyrir uppbyggingu heimavistar fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu.

Úr ræðu Lilju:

Þeir nemendagarðar sem eru á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema. Því reyna margir nemendur að flytja inn á ættingja sína eða vinafólk eða reyna fyrir sér á rándýrum leigumarkaði. Sá frumskógur hentar ekki 15-18 ára ungmennum. Því eru sumir sem taka á það ráð að hætta í námi eða skipta um námsbraut þegar þeim tekst ekki að finna stað til að búa á og það bitnar gjarnan á iðnnámi. En svona á þetta ekki að vera! Ungmenni eiga rétt á því að stunda það nám sem þeir vilja. Húsnæðismál eiga ekki að vera vandamál fyrir þennan aldurshóp og ég er nokkuð viss um að foreldrar vilji ekki senda börnin sín í óvissar aðstæður í nokkur ár.

 Því tel ég nauðsynlegt að komið verði á fót heimavist á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema af landsbyggðinni. Það myndi opna möguleika margra nemenda og einnig vera leið til að auka jafnrétti nemenda á Íslandi. Því allir ættu að eiga sama rétt á námi, óháð því hvaðan þeir koma.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben