fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Björn Leví: Landsmenn fá veggjöld í jólagjöf

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 09:08

Björn Leví Gunnarsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar um veggjöld í Morgunblaðið í dag. Líkt og fréttir herma stendur til að setja veggjöld á stofnleiðirnar þrjár úr Reykjavík, öll jarðgöng og ýmsar framkvæmdir um land allt. Björn Leví vill kalla gjöldin réttum nöfnum:

„Gróf­lega má reikna má að kostnaður­inn sem veg­gjöld­in eiga að standa und­ir sé um 2,5-5 mia.kr. á ári eft­ir því hversu mikl­um nýj­um fram­kvæmd­um er bætt við. Fyr­ir ári sagði sam­gönguráðherra að eng­in áform væru um veg­gjöld á helstu leiðum frá Reykja­vík. Ráðherra hef­ur skipt um skoðun.

Veg­gjöld hafa oft verið rædd á und­an­förn­um ára­tug­um en nú er upp­still­ing­in sú að það á að af­greiða þings­álykt­un um veg­gjöld í síðustu vik­unni áður en haustþing klár­ast. Ekk­ert svig­rúm til um­sagna. Ekk­ert svig­rúm til sam­ráðs. Flýtimeðferð og geðþótta­ákv­arðanir út í gegn.Við skul­um hafa eitt á hreinu, veg­gjöld eru skatt­ur. Skatt­ur sem not­end­ur veg­anna greiða. Á þann hátt get­ur veggjald svo sem verið sann­gjarn skatt­ur, þeir borga sem nota. Á hinn bóg­inn leggst sá skatt­ur mun þyngra á lág­tekju­fólk af því að gjöld­in eru óháð tekj­um,“

segir Björn Leví.

Tvöfalt veggjald

Hann nefnir að nú þegar séu samgöngur fjármagnaðar með bensíngjaldinu, sem sé svipað fyrirkomulag og veggjöld. Sá fjármögnunarliður er hinsvegar fallandi, þar sem bílar verða sífellt sparneytnari og rafmagnsbílum fjölgar. Því mun sá tekjustofn fara minnkandi í framtíðinni:

„Hér er þó mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á al­mennu veggjaldi sem kæmi í staðinn fyr­ir bens­ín­gjöld og sér­stöku veggjaldi vegna ein­stakra fram­kvæmda. Ef það yrði sett á al­mennt veggjald í staðinn fyr­ir bens­íngjald en ýms­ar fram­kvæmd­ir eins og Sunda­braut yrðu fjár­magnaðar með sér­stöku veggjaldi, þá yrði aug­ljós­lega tvö­falt veggjald á Sunda­braut þangað til sér­staka veggjaldið myndi greiða niður fram­kvæmda­kostnaðinn við Sunda­braut. Til­lög­urn­ar sem liggja fyr­ir sam­göngu­nefnd snúa hins veg­ar ekki að al­menna veggjald­inu held­ur bara að sér­staka veggjald­inu, að fjár­magna ein­staka fram­kvæmd­ir og end­ur­greiða lán vegna þeirra með gjald­töku.“

Troð-virknisleg vinnubrögð

Björn Leví segir einnig að ekki sé um að ræða þá stórsókn í vegaframkvæmdum sem samgönguráðherra hefur boðað:

„Eins og áður sagði þá má gera ráð fyr­ir því að til þess að ná upp þeirri skuld sem við erum í vegna hru­nár­anna þurfi allt að 5 millj­örðum meira fram­kvæmda­fé til sam­gangna á ári en nú er gert ráð fyr­ir, þá ofan á „stór­sókn“ rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sam­göngu­mál­um sem er auðvitað eng­in stór­sókn ef meðaltal fram­lags til sam­göngu­mála m.t.t. lands­fram­leiðslu er skoðað. Sókn­in nær ekki meðaltali þess­ar­ar ald­ar í fjár­mögn­un.

Sam­gönguráðherra seg­ir svo að það þurfi að gera nýja sam­göngu­áætlun næsta vet­ur. Áætl­un sem tæki þá til­lit til auk­ins fram­kvæmda­fjár vegna sér­stakra veggjalda. Samt ligg­ur lífið á að troða inn breyt­inga­til­lög­um um veg­gjöld í nú­ver­andi til­lögu að sam­göngu­áætlun. Án um­sagna. Án sam­ráðs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben