fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Ragnar um desemberuppbót öryrkja: „Hljótum að geta gert betur við þá sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 11:12

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook hversu mikið öryrki fær í desemberuppbót, fyrir og eftir skatt. Hann ber það saman við þá desemberuppbót sem þingmenn fá, en Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því í gær að hann fái rúmar 180 þúsund krónur í desemberuppbót.

Sjá nánarÞingmenn með háa desemberuppbót – „Mér finnst þetta of mikið“

Það er mun meira en öryrkjar og aldraðir fá:

„Ég fékk rétt í þessu sent yfirlit yfir greiðslur örorkubóta frá Tryggingastofnun. Þar kemur fram að desemberuppbót er kr.43.103 eða kr.27.180 eftir skatt. Í heildina fékk viðkomandi greiddar heilar 230.636 kr. fyrir útgjöldum heimilisins og komandi jólahátíð, eftir að hafa greitt 49.639 kr. í skatt. Það er ekki mikill hátíðarbragur yfir kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega svo mikið er víst. Svo er það sama uppá teningnum hjá stjórnvöldum sem fá 181.050 kr. í jólakjararáðsbónus (orlofsuppbót innifalin, ef rétt reynist).“

Ragnar Þór skorar á Alþingi að skattleggja ekki desemberuppbót þeirra sem minnst mega sín:

„Við hljótum að geta gert betur við þá sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Ég hreinlega skammast mín fyrir að vera hluti af samfélagi sem kemur svona fram við okkar veikustu bræður og systur.  Ég skora á stjórnvöld að gera betur. Ég skora á Alþingi, ef einhver vottur er af sjálfsvirðingu eftir, að skattleggja ekki fátækt. Allavega ekki í desember. Í það minnsta að taka ykkur ekki meira en þið eruð tilbúin að skammta öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben