fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Þriðjungur starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur segist hafa upplifað einelti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 05:30

Mynd: Hanna Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þrjátíu prósent fyrrum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum þegar þeir störfuðu þar. Þetta kemur fram í könnun sem Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði. Fram kemur að töluverður munur sé á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna varðandi upplifun þeirra af einelti á vinnustaðnum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að sjö prósent núverandi starfsmanna segist hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. OR lýsti því viðhorfi sínu að vinnustaðamenningin hjá fyrirtækinu væri betri en gengur og gerist á vinnumarkaði og vísaði til niðurstöðu úttektarinnar. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, svaraði ekki fyrirspurn Fréttablaðsins um hvernig yfirlýsing OR samrýmist upplifun fyrrverandi starfsmanna.

Blaðið hefur eftir Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa OR, að niðurstöður könnunarinnar séu meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna í þágu úrbótastarfs.

Í skýrslunni er hvergi minnst á mál Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem fékk formlega áminningu 2015 fyrir kynferðislega áreitni. Fréttablaðið fékk þau svör að mál hans hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun en ekki hafi verið talin ástæða til að fjalla frekar um mál eftir viðtöl við hann, samstarfsmenn hans og fulltrúa starfsmannahalds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum