fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Heilmerking á Strætó kostar hálfa milljón og endist í 3-6 mánuði – Engar tekjur fyrir auglýsingar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. október 2018 15:35

„Sendu nú Gullvagninn að sækja mig,“ söng Bó Hall um árið. Slík merking kostar hálfa milljón. (mynd/strætó)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í svari Strætó við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, kemur fram að kostnaðurinn við að heilmerkja strætisvagn sé 500 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts. Þá kostar slagorðamerking 33.500 krónur auk virðisaukaskatts, fyrir hvern vagn.

Haft er eftir Guðmundi Heiðari Helgasyni, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó, í Morgunblaðinu í dag að slíkar merkingar endist í 3-6 mánuði. Sagði Guðmundur muna eftir sex heilmerktum vögnum og tveimur hálfmerktum, en taldi hann kostnaðinn ekki háan:

„Þetta hefur verið okkar helsta auglýsingapláss þegar kemur að því að vekja athygli á okkur og okkar þjónustu.“

Engar tekjur af auglýsingum, ennþá

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vekur athygli á málinu á Facebooksíðu sinni í dag og spyr hvort ekki væri nær að styrkja leiðarkerfi Strætó fyrir slíkar fjárhæðir.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, á sæti í stjórn Strætó. Hún segir í athugasemd við færslu Eyþórs að til standi að hefja sölu auglýsinga á strætisvagna á ný:

„Sæl verið þið. Ég tók sæti í stjórn strætó í vor og hófust stjórnarfundir í ágúst. Það er mér ljúft að tilkynna að einmitt þessi umræða hefur verið tekin í stjórninni. Við erum að sjálfsögðu að leita allra leiða til að bæta fjárhaginn og er nú í athugun td að selja auglýsingar á vagnana í stað þess að merkja þá í þágu kynningar á þjónustunni. Fyrir nokkrum árum voru seldar auglýsingar á vagnana en það fyrirtæki gafst upp á hrunárunum þar sem að sala auglýsinga svaraði ekki kosnaði við að merkja bílana. Við stöndum frammi fyrir niðurskurði á leiðakerfinu þetta árið um leið og rík krafa er að hafa þjónustuna á þann veg að sem flestir geti nýtt sér hana. Áskoranir í rekstri strætó eru þó nokkrar og ég er þess viss um að við séum flest sammála um mikilvægi almenningssamgangna en þá þarf að ríkja ákveðin sátt um hversu mikið þær eiga að kosta hverju sinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben