fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Baráttufundur kvenna – undir vörumerki H&M

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. október 2018 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd, sem ég leyfði mér að hnupla hjá vinkonu minni á Facebook, segir dálítið mikla sögu.

Það er haldinn ágætur baráttufundur kvenna í miðbæ Reykjavíkur – til að krefjast jafnra launa og jafnrar stöðu á vinnumarkaði en einnig til að krefjast bætts öryggis kvenna á vinnustöðum.

Í baksýn er nýtt stórhýsi, skreytt með merkjum alþjóðlegu verslunarkeðjunnar H&M. Hvarvetna blasir lógó auðhringsins við fundarkonum og -körlum.

H&M er fyrirtæki sem byggir á gríðarlegri fjöldaframleiðslu á fatnaði sem jafnvel má kalla einnota. Það byggir aftur á mjög ódýru vinnuafli sem fæst í fátækustu ríkjum heims.

Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna fréttir um aðbúnað kvenna og barna sem framleiða föt fyrir H&M. Hér er til dæmis nýleg frétt um margháttað ofbeldi sem konur eru beittar í þessum verksmiðjum.

Og hér er frétt um hvernig vinnuafl barna er notað til að framleiða fötin fyrir verslanakeðjur eins og H&M. Þarna er byggt á starfi tveggja sænskra rannsóknarblaðamanna, Moa Kärnstrand og Tobias Andersson Åkerblom, sem skrifuðu bók sem nefnist Modeslavar eða Tískuþrælar – hin alþjóðlega sókn eftir ódýrum fötum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér