fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Hætta við söluna á Ögurvík – „Ekki skynsamlegt að knýja viðskiptin í gegn á þessum tímapunkti gegn efasemdum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður var Brim, er hætt við sölu á félaginu Ögurvík til HB Granda fyrir 12,3 milljarða. RÚV greinir frá.

Ákvörðunin er tekin vegna þess að lífeyrissjóðurinn Gildi, sem er hluthafi í HB Granda, óskaði eftir óháðu mati á því hvort viðskiptin væru í raun hagstæð fyrir HB Granda.

Guðmundur Kristjánsson, eigandi ÚR og Ögurvíkur, er einnig stærsti hluthafi HB Granda. Samkeppniseftirlitið hefur haft viðskiptin til skoðunar,

Samkvæmt bréfi Runólfs V. Guðmundssonar, framkvæmdarstjóra ÚR, til HB Granda, kemur fram að tillaga Gildis sé um fjórða óháða verðmatið á Ögurvík, sem sýni að efasemdum um að viðskiptin séu gerð á grundvelli armslengdarsjónarmiða, hafi ekki verið eytt.

Þá sé það vilji ÚR að fara ekki í viðskiptin með Ögurvík að þessu sinni, í ljósi reynslu og þekkingar ÚR á minnihlutavernd, deilum hluthafa og einlægum vilja forsvarsmanna félagsins til að starfa í sátt og samlyndi og án átaka við aðra hluthafa þeirra félaga sem ÚR er einnig hluthafi í.

„ÚR telur það ekki skynsamlegt að knýja viðskiptin í gegn á þessum tímapunkti gegn efasemdum (vilja) eins af stærri hluthöfum í HB Granda,“

segir í bréfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben