fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Sólveig Anna styður Drífu Snædal: „Sönn baráttumanneskja og talsmaður fyrir hagsmunum láglaunafólks“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 13:04

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar-Stéttarfélags, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Drífu Snædal, framkvæmdarstjóra Starfsgreinarsambandsins, í kjörinu um forsetaembætti ASÍ.

Sólveig segir um Drífu, að hún sé „sönn baráttumanneskja og talsmaður fyrir hagsmunum láglaunafólks á Íslandi.“ Hún tilheyri „framvarðasveit þeirra sem barist hafa ötullega gegn þeirri viðurstyggilegu framkomu sem tíðkast gagnvart viðkvæmasta hópi þeirra sem starfa hér á landi; aðflutts verkafólks sem lendir í margþættum vanda og á sér fáa málsvara.“

Þá segir Sólveig að í þeirri baráttu sem framundan sé, „þar sem verkafólk og láglaunafólk hyggst sækja efnahagslegt og samfélagslegt réttlæti sér til handa“  skipti máli hver leiði ASÍ:

„Ég tel að embætti forseta ASÍ eigi að vera skipað manneskju eins og Drífu; manneskju sem hefur sýnt og sannað að hún stendur með því fólki sem á undir högg að sækja á íslenskum vinnumarkaði, manneskju sem skilur að sú mikla misskipting sem nú er til staðar á Íslandi er uppspretta stórkostlegra vandamála og að ráðast verður í það mikilvæga verkefni að búa verka og láglaunafólki gott og mannsæmandi líf. Ég lýsi því hér með yfir stuðningi við Drífu Snædal í embætti forseta Alþýðusambands Íslands.“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í sumar að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embættið að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta